Lárus Orri Sigurðsson fékk í dag félagaskipti úr Þór í ÍA. Liðin spila saman í fyrstu deild en Lárus Orri hætti þjálfun Þórs fyrr í sumar. Lárus sagði við Vísi að hann sé til taks ef meiðslum hrjáð Skagavörnin þarf á aðstoð að halda.
"Ég er til taks ef það vantar varnarmann, miðverðir liðsins hafa átt við meiðsli að stríða og það væri bara gaman ef ég gæti hjálpað til," sagði Lárus.
Hann spilaði með ÍA upp yngri flokkana áður en hann fór til Þórs.
Hann fór svo til Englands og aftur til Þórs og hann hefur því aðeins spilað með tveimur félögum á Íslandi.
Lárus Orri fer upp á Akranes á fimmtudaginn og gæti spilað með ÍA gegn Fjarðabyggð á föstudaginn.
Íslenski boltinn