Erlent

Vilja sturta niður líkunum

Óli Tynes skrifar
Bless afi.
Bless afi.
Samtök útfararstofa í Belgíu hafa útfært tæknilega hvernig hægt er að leysa upp lík í vökva og sturta þeim svo út í skolpleiðslur bæja og borga.

Þau yrðu svo loks endurunnin í vatnsvinnsluverksmiðjum eins og hver annar fljótandi úrgangur.

Þetta er sagt bæði ódýrara og menga minna en að brenna lík eða taka dýrmætt borgarland undir kirkjugarða.

Breska blaðið Daily Telegraph segir að Evrópusambandið sé að skoða þessar tillögur. Ef það kemst að jákvæðri niðurstöðu gæti þetta orðið greftrunarsiður um alla Evrópu.

Sex ríki í Bandaríkjunum hafa leyft þessa aðferð við að losna við lík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×