NBA: San Antonio vann Dallas og fimm í röð hjá Orlando Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. desember 2010 11:00 Tim Duncan Mynd/AP San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89 NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Sjá meira
San Antonio Spurs heldur áfram frábæru gengi sínu í NBA-deildinni í körfubolta og í nótt vann liðið sigur á nágrönnum sínum í Dallas Mavericks í uppgjöri tveggja efstu liðana í Vestrinu. Orlando Magic er líka komið á skrið eftir risa-skiptin á dögunum og vann í nótt sinn fimmta leik í röð. San Antonio Spurs vann 99-93 sigur á Dallas Mavericks í Dallas þar sem að Gary Neal skoraði 21 stig og Tim Duncan var með 17 stig og 11 fráköst. Manu Ginobili var með 15 stig og Tony Parker skoraði 14 stig. „Það er ekki mikið að marka þennan sigur. Við sýndum ekki mikið í þessum leik og bættum okkur ekki sem lið," sagði Gregg Popovic, þjálfari San Antonio sem þótti það ekki merkilegt að vinna Dallas-liðið án þeirra aðalstjörnu. Dallas lék sinn annan leik án Dirk Nowitzki sem er meiddur á hné og liðið hefur tapað þeim báðum. Dallas var búið að vinna 17 af 18 síðustu leikjum sínum með Þjóðverjan innanborðs. Caron Butler skoraði 30 stig fyrir Dallas og Jason Kidd var með þrennu; skoraði 12 stig, gaf 13 stoðsendingar og tók 10 fráköst.Dwight Howard og Amare Stoudemire.Mynd/APDwight Howard var með 24 stig og 18 fráköst þegar Orlando Magic vann 112-103 sigur á New York Knicks í Orlando. Þessi leikur var mikið einvígi á milli Howard og Amare Stoudemire sem var með 30 stig en lenti í villuvandræðum snemma. Þetta var fimmti sigurleikur Orlando-liðsins í röð en J.J. Redick og Ryan Anderson skoruðu báðir 14 stig. Orlando náði 20 stiga forskoti í fyrri hálfleik en New York náði að vinna upp muninn í lokin. Wilson Chandler var með 29 stig fyrir Knicks en liðið er búið að tapa fimm af síðustu sjö leikjum sínum.Wesley Matthews og Deron Williams.Mynd/APWesley Matthews fór illa með sína gömlu félaga í Utah Jazz og skoraði 30 stig í 100-89 heimasigri Portland Trail Blazers á lærisveinum Jerry Sloan. Matthews hefur tekið við hlutverki hins meidda Brandon Roy og fékk að vita það skömmu fyrir leik að Roy yrði frá í langan tíma. LaMarcus Aldridge var með 27 stig hjá Portland, Marcus Camby tók 20 fráköst og þá var Andre Miller með 16 stig og 10 stoðsendingar. Deron Williams var með 19 stig og 8 stoðsendingar hjá Utah, Paul Millsap skoraði 17 stig og Al Jefferson var með 13 stig og 10 fráköst. Þetta var annað tap Utah fyrir Portland á einni viku. Úrslit leikja í NBA-deildinni í nótt:Caron Butler.Mynd/APOrlando Magic-New York Knicks 112-103 Dallas Mavericks-San Antonio Spurs 93-99 Portland Trail Blazers-Utah Jazz 100-89
NBA Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Í beinni: England - Írland | Heimir gæti gert enskum grikk Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Fleiri fréttir „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Sjá meira