Íslenski boltinn

Heimir: Þolinmæðisvinna skilaði sér

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Fréttablaðið/Vilhelm

Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, var ánægður með leik sinna manna gegn KA í kvöld. Liðið skaut yfir 30 sinnum að marki og vann 3-0 og er þar með komið í undanúrslit VISA-bikarsins.

"Við vissum að þetta væri þolinmæðisvinna," sagði Heimir en staðan í hálfleik var markalaus. "Við vorum auðvitað töluvert sterkari aðilinn í leiknum. Við jukum tempóið í seinni hálfleik og þá spiluðum við betur."

"Við þurftum bara að halda skipulaginu því við vorum að fá fín færi og svo passa bara að við fenngjum ekki skyndisóknir á okkur."

"Spilamennskan hefur verið fín fyrir utan seinni hálfleikinn gegn Stjörnunni og það er uppgangur í liðinu. En fótbolti er þannig að þú mátt ekki slappa af eitt andartak, þá er þér refsað."

Heimir segir að KA hafi ekki komið sér á óvart, hann hafi undirbúið liðið vel. "KA sló út Grindavík og er með fína leikmenn, sérstaklega fram á við. Við þurftum að mæta þeim í baráttunni og gerðum það kannski ekki alveg nógu vel í fyrri hálfleik, en það lagaðist í þeim seinni," sagði Heimir.






Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×