Talið að draga verði úr ráðherraræðinu 17. apríl 2010 06:00 Ráðherrar glugga í skýrsluna Meðal þess sem þarf að gera er að draga úr ráðherraræði og efla nefndarstarf Alþingis. Menntamálaráðherra vill að skoðað verði hvernig jafnvægi ríki milli þings og framkvæmdarvalds á Norðurlöndum. Fréttablaðið/gva Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira