Talið að draga verði úr ráðherraræðinu 17. apríl 2010 06:00 Ráðherrar glugga í skýrsluna Meðal þess sem þarf að gera er að draga úr ráðherraræði og efla nefndarstarf Alþingis. Menntamálaráðherra vill að skoðað verði hvernig jafnvægi ríki milli þings og framkvæmdarvalds á Norðurlöndum. Fréttablaðið/gva Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira
Í siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar segir að þjálfa þurfi þjóðina í málefnalegri rökræðu og menntamálaráðherra tekur undir það. Vilhjálmur Árnason vill ekki ræða gagnrýni forsetans, sem gerir lítið úr kafla um sig. Styrkja þarf siðferðisvitund stjórnmálamanna og auka virðingu þeirra fyrir góðum stjórnarháttum. Þeir eiga að setja sér siðareglur. Þá þarf að draga úr ráðherraræði og auka eftirlitshlutverk Alþingis. Þetta má sjá í niðurstöðum siðferðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, um lærdóma þá sem íslensk stjórnmálamenning má draga af skýrslunni. Meðal annars þurfi að endurskoða stjórnarskrána. „Íslensk stjórnmálamenning er vanþroskuð og einkennist af miklu valdi ráðherra og oddvita stjórnarflokkanna,“ segir þar. Þekking og rökræður víki fyrir hernaðarlist og valdaklækjum. Því þurfi að efla góða rökræðusiði meðal almennings og kjörinna fulltrúa hans, til dæmis með því að þjálfa nemendur í málefnalegri rökræðu og skoðanaskiptum. Spurð um þetta segir Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra að „lýðræðismenntun“ sé einmitt ein af fimm grunnstoðum nýrrar aðalnámskrár, sem gæti komist í gagnið á næsta ári. „Inn í lýðræðismenntunina á að flétta rökræðuþjálfun, hugmyndasögu og siðfræðikennslu. Þannig að ég vona svo sannarlega að við séum að bregðast við ábendingum skýrslunnar,“ segir Katrín og bætir við að þetta hafi verið rætt til dæmis á þjóðfundi um menntamál og menntaþingi. En hvað segir Katrín um ráðherraræðið? Þarf að draga úr því? Já, segir ráðherra, sem einnig er varaformaður VG. Hún hafi til dæmis ákveðið að „mæla fyrir frumvarpi um opinbera háskóla þar sem lagt er til að fulltrúum ráðherra verði fækkað en fulltrúum háskólasamfélags fjölgað,“ segir hún. Spurð hvort hún telji það geta dregið úr valdi ráðherra að þeir hætti að gegna þingmennsku meðan á ráðherradómi stendur, segist Katrín ekki hafa myndað sér skoðun á því. „Þótt það skerpi augljóslega skilin milli löggjafar- og framkvæmdarvalds, sem gæti verið mjög æskilegt.“ Katrín kveður ráðlegt að líta til ólíkrar reynslu Norðurlanda, sem þó eigi það sammerkt að þar ríki minna ráðherraræði en hér. klemens@frettabladid.is
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Guðbjörg Ingunn fer í verðskuldað frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Sjá meira