Ný vísitala gæti orðið til eftir upprisu Kauphallar Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 7. janúar 2009 00:01 Litlir sveinar leika sér á markaðnum. Jólasveinarnir, Grýla og fylgdarlið skreyttu Kauphöllina yfir jólin. Skrautið var tekið niður í gær. Mynd/Stefán „Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum. Markaðir Viðskipti Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Sjá meira
„Hlutabréfavísitölur endurspegla þróun efnahagslífsins. Þær hreyfast fyrr í hagsveiflum, lækka á undan samdrætti í landsframleiðslu og auknu atvinnuleysi. Vísitölurnar hækka sömuleiðis fyrr," segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Nasdaq OMX Iceland, sem í daglegu tali nefnist Kauphöll Íslands. Hann reiknar með erfiðu ári á hlutabréfamarkaði. Í lok árs 2010 megi vænta að virkur markaður verði hér á ný. Kauphöllin hóf að reikna nýja samsetningu á hlutabréfavísitölu í ársbyrjun. Líkt og fram hefur komið endurspeglar vísitalan fjölda fyrirtækja sem skráð eru á aðallista og mest viðskipti eru með. Hún heitir í samræmi við það OMXI6. Þórður segir ekki útilokað að ný vísitala verði sett saman þegar hlutabréfamarkaðurinn tekur við sér á ný. „Það er hugsanlegt ef fyrirtækjum fjölgar mikið," segir hann. Nýja vísitalan var stillt á 1.000 stig við upphafi árs. Engin sérstök ástæða liggur að baki því annað en að sú gamla, OMXI15, var stillt með sama hætti þegar hún var tekin upp fyrir tæpum ellefu árum, eða í upphafi árs 1998. Þrátt fyrir að byrjað sé að reikna nýja vísitölu mun sú eldri verða reiknuð áfram fram í enda júní næstkomandi. Gamla vísitalan endurspeglaði þann fjölda fyrirtækja sem upphaflega voru skráð á aðallista. Félögin voru: Actavis, Alfesca, Burðarás (síðar Eimskip), Flugleiðir (síðar FL Group), HB Grandi, Hampiðjan, Haraldur Böðvarsson, Íslandsbanki (síðar Glitnir), Marel (síðar Marel Food Systems), Samherji, SR-Mjöl, Síldarvinnslan, Þormóður rammi-Sæberg, Útgerðarfélag Akureyringa og Vinnslustöðin. Eins og sést á töflunni standa tvö félög enn eftir í nýju vísitölunni af þeim fimmtán sem þar voru í upphafi. Gamla Úrvalsvísitalan fór hæst í 9.016 stig um miðjan júlí á tíunda ára afmælisárinu 2007. Það jafngildir rétt rúmlega 800 prósenta aukningu á níu ára tímabili. Afar hratt tók að halla undan fæti eftir þetta í samræmi við síharðnandi lausafjárkreppu og hafði hún fallið um þrjátíu prósent þegar árið var á enda. Nýliðið ár var svo einkar erfitt á hlutabréfamarkaði, bæði hér heima og erlendis. Níu félög fóru af markaðnum, þar af fimm sem skráð voru í Úrvalsvísitöluna. Á meðal þeirra voru Glitnir og Landsbankinn, sem ríkið tók yfir í bankahruninu í október. Skilanefnd Kaupþings hefur óskað eftir afskráningu gamla bankans og stendur hún fyrir dyrum. Við þessar hremmingar tók vísitalan stóra dýfu og fór í tæp 650 stig. Erfitt reyndist að stöðva snjóboltann. Þegar árið var á enda stóð Úrvalsvísitalan tæpum 65 prósentum undir upphaflegu gildi í byrjun árs 1998. Árið hefur ekki byrjað vel fyrir hina nýju vísitölu. Hún hefur lækkað hvern dag frá áramótum, eða um samtals 1,81 prósent, og stóð í enda dags í 981,46 stigum.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent DiBiasio og Beaudry til Genis Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Sjá meira