Íslenski boltinn

Tékkar of sterkir fyrir Íslendinga

Ómar Þorgeirsson skrifar
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson. Mynd/Daníel

Strákarnir í U-21 árs landsliði Íslands í fótbolta töpuðu 0-2 fyrir Tékkum í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2011 en staðan í hálfleik var markalaus.

Íslensku strákarnir voru síst lakari aðilinn í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik tóku gestirnir öll völd á vellinum og sigurinn því verðskuldaður.

Michael Rabusic kom Tékkunum yfir á 58. mínútu og Andres Celustka bætti við öðru marki á 79. mínútu og þar við sat.

Íslensku strákarnir sýndu oft á tíðum fína takta, sérstaklega í fyrri hálfleik og greinilegt að mikið býr í liðinu.

Ásamt íslandi og Tékklandi í 5. riðli undankeppninnar eru Þýskaland, Norður-Írland og San Marínó.

Tékkar eru nú búnir með tvo leiki í riðlinum en þeir unnu 0-8 stórsigur á San Marínó í fyrsta leik sínum.

Íslendingar mæta Norður-Írum í öðrum leik sínum í riðlinum eftir tæpan mánuð en leikið verður ytra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×