Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni 14. október 2009 13:09 Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Samkvæmt þessu hefur iðnaðarframleiðslan á evrusvæðinu nú aukist fjóra mánuði í röð og um samtals 3,1% frá því að botninum var náð síðasta vetur. Hinsvegar er töluvert langt í að iðnaðarframleiðslan nái fyrra hámarki sínu frá því fyrir kreppuna á síðasta ári. Framleiðslan er enn 15,4% minni en hún var á þeim tíma. Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir í samtali við börsen.dk að menn hafi séð sterkan vöxt í iðnaðarframleiðslu Þýskalands, Frakklandi og Ítalíu. „Og von er á að sú þróun haldi áfram næstu mánuði," segir Hansen. Það eru einkum útflytjendur sem keyra vöxtinn í iðnaðarframleiðslunni áfram. Einkaneysla og fjárfestingar hafa ekki náð sér á strik í sama mæli. „Ef einkaneyslan hrekkur í gang í kringum nýárið lítur árið 2010 mjög vel út," segir Hansen. Mest lesið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Samkvæmt þessu hefur iðnaðarframleiðslan á evrusvæðinu nú aukist fjóra mánuði í röð og um samtals 3,1% frá því að botninum var náð síðasta vetur. Hinsvegar er töluvert langt í að iðnaðarframleiðslan nái fyrra hámarki sínu frá því fyrir kreppuna á síðasta ári. Framleiðslan er enn 15,4% minni en hún var á þeim tíma. Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir í samtali við börsen.dk að menn hafi séð sterkan vöxt í iðnaðarframleiðslu Þýskalands, Frakklandi og Ítalíu. „Og von er á að sú þróun haldi áfram næstu mánuði," segir Hansen. Það eru einkum útflytjendur sem keyra vöxtinn í iðnaðarframleiðslunni áfram. Einkaneysla og fjárfestingar hafa ekki náð sér á strik í sama mæli. „Ef einkaneyslan hrekkur í gang í kringum nýárið lítur árið 2010 mjög vel út," segir Hansen.
Mest lesið Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira