Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni 14. október 2009 13:09 Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Samkvæmt þessu hefur iðnaðarframleiðslan á evrusvæðinu nú aukist fjóra mánuði í röð og um samtals 3,1% frá því að botninum var náð síðasta vetur. Hinsvegar er töluvert langt í að iðnaðarframleiðslan nái fyrra hámarki sínu frá því fyrir kreppuna á síðasta ári. Framleiðslan er enn 15,4% minni en hún var á þeim tíma. Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir í samtali við börsen.dk að menn hafi séð sterkan vöxt í iðnaðarframleiðslu Þýskalands, Frakklandi og Ítalíu. „Og von er á að sú þróun haldi áfram næstu mánuði," segir Hansen. Það eru einkum útflytjendur sem keyra vöxtinn í iðnaðarframleiðslunni áfram. Einkaneysla og fjárfestingar hafa ekki náð sér á strik í sama mæli. „Ef einkaneyslan hrekkur í gang í kringum nýárið lítur árið 2010 mjög vel út," segir Hansen. Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%. Samkvæmt þessu hefur iðnaðarframleiðslan á evrusvæðinu nú aukist fjóra mánuði í röð og um samtals 3,1% frá því að botninum var náð síðasta vetur. Hinsvegar er töluvert langt í að iðnaðarframleiðslan nái fyrra hámarki sínu frá því fyrir kreppuna á síðasta ári. Framleiðslan er enn 15,4% minni en hún var á þeim tíma. Frank Öland Hansen aðalhagfræðingur Danske Bank segir í samtali við börsen.dk að menn hafi séð sterkan vöxt í iðnaðarframleiðslu Þýskalands, Frakklandi og Ítalíu. „Og von er á að sú þróun haldi áfram næstu mánuði," segir Hansen. Það eru einkum útflytjendur sem keyra vöxtinn í iðnaðarframleiðslunni áfram. Einkaneysla og fjárfestingar hafa ekki náð sér á strik í sama mæli. „Ef einkaneyslan hrekkur í gang í kringum nýárið lítur árið 2010 mjög vel út," segir Hansen.
Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira