Umfjöllun: Sex mörk Fylkismanna Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. júlí 2009 21:38 Halldór Arnar Hilmisson skoraði fyrsta mark Fylkis í kvöld. Mynd/Stefán Fylkir vann 6-1 stórsigur á Fjarðabyggð í lokaleik dagsins í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Árbænum í kvöld. Heimamenn skoruðu eitt mark í fremur rólegum fyrri hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust snemma í þeim síðari og átti 1. deildarlið Fjarðabyggðar þá lítið roð í úrvalsdeildarliðið. Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu fyrir Fylki og þeir Einar Pétursson, Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson eitt hver. Högni Helgason skoraði mark gestanna. Fylkir vann 7-3 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum bikarsins og hafa því skorað þrettán mörk í sínum tveimur bikarleikjum til þessa. Fylkismenn byrjuðu betur í annar fremur tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Þeir fengu snemma tvö góð færi og náðu að nýta annað þeirra. Á 12. mínútu fékk Kjartan Ágúst Breiðdal boltann á kantinum og átti sendingu inn á teig. Kristján Valdimarsson náði að fleyta boltanum áfram in ná teig á félaga sinn í Fylkisvörninni, Einar Pétursson, sem skoraði með hnitmiðuðum skalla. Sex mínútum síðar slapp Albert Brynjar Ingason inn fyrir vörn Fjarðabyggðar en skaut í utanverða stöninga, einn gegn markverðinum. Eftir þetta gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn en þeim gekk þó illa að skapa sér hættuleg færi. Fylkismenn, sömuleiðis, áttu einnig í vandræðum með að komast í gegnum vörn Fjarðabyggðar en það átti allt eftir að breytast í síðari hálfleik. Á sjöttu mínútu síðari hálfleiks kom Jóhann Þórhallsson inn á sem varamaður og var aðeins tvær mínútur að láta til sín taka. Ingimundur Níels Óskarsson slapp inn fyrir og gaf boltann á Halldór Arnar Hilmisson. Hann var kominn einn gegn markverði gestanna en gaf boltann fyrir markið á Jóhann sem skoraði í autt markið. Á 60. mínútu kom svo þriðja mark þeirra Fylkismanna. Tómas Þorsteinsson átti fína fyrirgjöf frá vinstri sem rataði beint á kollinn á Jóhann. Hann átti í engum vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Ekki var liðin ein mínúta áður en næsta mark kom. Ingimundur Níels vann boltann fljótlega eftir að gestirnir tóku miðjuna og hann átti sendinguna inn í teiginn þar sem Albert Brynjar náði að skora af stuttu færi. Fylkismenn voru búnir að taka öll völd á vellinum og héldu áfram að sækja. Litlu mátti muna að Jóhanni hefði tekist að skora þrennu á tíu mínútum en gestunum tókst að bjarga því fyrir horn. En á 78. mínútu skoraði Ingimundur Níels fimmta mark heimamanna. Hann fékk sendingu frá varamanninum Theodóri Óskarssyni og skoraði með laglegu skoti úr teignum. Yfirburðir Fylkismanna í síðari hálfleik voru miklir en gestirnir fengu einnig sín færi. Eitt besta færi þeirra kom úr aukaspyrnu er annar varamaður, Jóhann Ragnar Benediktsson, átti fast skot af löngu færi sem hafnaði í þverslá í marki heimanna. Glæsilegt skot. Högni Helgason náði svo að klóra í bakkann fyrir lið Fjarðabyggðar undir lok leiksins er hann skoraði með laglegri hælspyrnu eftir að boltinn barst inn á teig skömmu eftir að gestirnir fengu hornspyrnu. Þá var aðeins eitt eftir á dagskránni og það var að Jóhann Þórhallsson myndi klára þrennuna sína. Það gerði hann á 87. mínútu eftir að hann fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna. Hann lék á markvörðinn Srdjan Rajkovic og skoraði í autt markið. Fylkir - Fjarðabyggð 6-1 1-0 Einar Pétursson (12.) 2-0 Jóhann Þórhallsson (53.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (60.) 4-0 Albert Brynjar Ingason (61.) 5-0 Ingimundur Níels Óskarsson (78.) 5-1 Högni Helgason (85.) 6-1 Jóhann Þórhallsson (87.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 450 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Skot (á mark): 14-7 (10-4) Varin skot: Fjalar 2 - Rajkovic 3. Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar: 10-17 Rangstöður: 6-0Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson Andrés Már Jóhannesson Kristján Valdimarsson Einar Pétursson Tómas Þorsteinsson Ólafur Stígsson (74. Orri Ólafsson) Halldór Arnar Hilmisson (65. Theodór Óskarsson) Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ingimundur Níels Óskarsson Albert Brynjar Ingason Kjartan Ágúst Breiðdal (51. Jóhann Þórhallsson)Fjarðabyggð (4-4-2): Srdjan Rajkovic Andri Þór Magnússon Andri Hjörvar Albertsson Daníel Freyr Guðmundsson Marinó Óli Sigurbjörnsson Guðmundur Andri Bjarnason (65. Fannar Árnason) Haukur Ingvar Sigurbergsson Högni Helgason Stefán Þór Eysteinsson Anór Egill Hallsson (58. Jóhann Ragnar Benediktsson) Grétar Örn Ómarsson (74. Ágúst Örn Arnarson) Íslenski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira
Fylkir vann 6-1 stórsigur á Fjarðabyggð í lokaleik dagsins í 16-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Árbænum í kvöld. Heimamenn skoruðu eitt mark í fremur rólegum fyrri hálfleik en flóðgáttirnar opnuðust snemma í þeim síðari og átti 1. deildarlið Fjarðabyggðar þá lítið roð í úrvalsdeildarliðið. Jóhann Þórhallsson skoraði þrennu fyrir Fylki og þeir Einar Pétursson, Albert Brynjar Ingason og Ingimundur Níels Óskarsson eitt hver. Högni Helgason skoraði mark gestanna. Fylkir vann 7-3 sigur á Stjörnunni í 32-liða úrslitum bikarsins og hafa því skorað þrettán mörk í sínum tveimur bikarleikjum til þessa. Fylkismenn byrjuðu betur í annar fremur tilþrifalitlum fyrri hálfleik. Þeir fengu snemma tvö góð færi og náðu að nýta annað þeirra. Á 12. mínútu fékk Kjartan Ágúst Breiðdal boltann á kantinum og átti sendingu inn á teig. Kristján Valdimarsson náði að fleyta boltanum áfram in ná teig á félaga sinn í Fylkisvörninni, Einar Pétursson, sem skoraði með hnitmiðuðum skalla. Sex mínútum síðar slapp Albert Brynjar Ingason inn fyrir vörn Fjarðabyggðar en skaut í utanverða stöninga, einn gegn markverðinum. Eftir þetta gerðu gestirnir hvað þeir gátu til að koma sér aftur inn í leikinn en þeim gekk þó illa að skapa sér hættuleg færi. Fylkismenn, sömuleiðis, áttu einnig í vandræðum með að komast í gegnum vörn Fjarðabyggðar en það átti allt eftir að breytast í síðari hálfleik. Á sjöttu mínútu síðari hálfleiks kom Jóhann Þórhallsson inn á sem varamaður og var aðeins tvær mínútur að láta til sín taka. Ingimundur Níels Óskarsson slapp inn fyrir og gaf boltann á Halldór Arnar Hilmisson. Hann var kominn einn gegn markverði gestanna en gaf boltann fyrir markið á Jóhann sem skoraði í autt markið. Á 60. mínútu kom svo þriðja mark þeirra Fylkismanna. Tómas Þorsteinsson átti fína fyrirgjöf frá vinstri sem rataði beint á kollinn á Jóhann. Hann átti í engum vandræðum með að skalla knöttinn í netið. Ekki var liðin ein mínúta áður en næsta mark kom. Ingimundur Níels vann boltann fljótlega eftir að gestirnir tóku miðjuna og hann átti sendinguna inn í teiginn þar sem Albert Brynjar náði að skora af stuttu færi. Fylkismenn voru búnir að taka öll völd á vellinum og héldu áfram að sækja. Litlu mátti muna að Jóhanni hefði tekist að skora þrennu á tíu mínútum en gestunum tókst að bjarga því fyrir horn. En á 78. mínútu skoraði Ingimundur Níels fimmta mark heimamanna. Hann fékk sendingu frá varamanninum Theodóri Óskarssyni og skoraði með laglegu skoti úr teignum. Yfirburðir Fylkismanna í síðari hálfleik voru miklir en gestirnir fengu einnig sín færi. Eitt besta færi þeirra kom úr aukaspyrnu er annar varamaður, Jóhann Ragnar Benediktsson, átti fast skot af löngu færi sem hafnaði í þverslá í marki heimanna. Glæsilegt skot. Högni Helgason náði svo að klóra í bakkann fyrir lið Fjarðabyggðar undir lok leiksins er hann skoraði með laglegri hælspyrnu eftir að boltinn barst inn á teig skömmu eftir að gestirnir fengu hornspyrnu. Þá var aðeins eitt eftir á dagskránni og það var að Jóhann Þórhallsson myndi klára þrennuna sína. Það gerði hann á 87. mínútu eftir að hann fékk sendingu inn fyrir vörn gestanna. Hann lék á markvörðinn Srdjan Rajkovic og skoraði í autt markið. Fylkir - Fjarðabyggð 6-1 1-0 Einar Pétursson (12.) 2-0 Jóhann Þórhallsson (53.) 3-0 Jóhann Þórhallsson (60.) 4-0 Albert Brynjar Ingason (61.) 5-0 Ingimundur Níels Óskarsson (78.) 5-1 Högni Helgason (85.) 6-1 Jóhann Þórhallsson (87.) Fylkisvöllur. Áhorfendur: 450 Dómari: Þóroddur Hjaltalín Skot (á mark): 14-7 (10-4) Varin skot: Fjalar 2 - Rajkovic 3. Horn: 8-3 Aukaspyrnur fengnar: 10-17 Rangstöður: 6-0Fylkir (4-3-3): Fjalar Þorgeirsson Andrés Már Jóhannesson Kristján Valdimarsson Einar Pétursson Tómas Þorsteinsson Ólafur Stígsson (74. Orri Ólafsson) Halldór Arnar Hilmisson (65. Theodór Óskarsson) Ásgeir Börkur Ásgeirsson Ingimundur Níels Óskarsson Albert Brynjar Ingason Kjartan Ágúst Breiðdal (51. Jóhann Þórhallsson)Fjarðabyggð (4-4-2): Srdjan Rajkovic Andri Þór Magnússon Andri Hjörvar Albertsson Daníel Freyr Guðmundsson Marinó Óli Sigurbjörnsson Guðmundur Andri Bjarnason (65. Fannar Árnason) Haukur Ingvar Sigurbergsson Högni Helgason Stefán Þór Eysteinsson Anór Egill Hallsson (58. Jóhann Ragnar Benediktsson) Grétar Örn Ómarsson (74. Ágúst Örn Arnarson)
Íslenski boltinn Mest lesið Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Enski boltinn Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Fleiri fréttir Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð Sjá meira