Körfubolti

Sonur Jordan í Nike - Adidas riftir samningi við háskólann hans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Litli Marcus Jordan fékk snemma áhuga á körfubolta. Hann er hér með pabba sínum árið 1993.
Litli Marcus Jordan fékk snemma áhuga á körfubolta. Hann er hér með pabba sínum árið 1993.

Sú ákvörðun Marcus Jordan, sem er sonur Michael Jordan, að spila í Air Jordan-skóm frá Nike hefur skapað mikinn usla í háskólanum hans, University of Central Florida.

Þannig vill til að Adidas er með samning við skólann og þurfa allir leikmenn og starfsmenn liðsins að spila í Adidas.

Það tekur Marcus ekki í mál. Hann segist aðeins vilja spila í Air Jordan því skórnir hafa sérstaka þýðingu fyrir fjölskyldu hans.

Marcus spilaði í skónum í æfingaleik á miðvikudag og í kjölfarið ákvað Adidas að rifta samningi sínum við skólann.

Marcus er á fyrsta ári í háskóla og eiga blaðamenn klárlega eftir að fylgjast grannt með gengi hans á vellinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×