Handrit Árna Magnússonar með merkustu minjum heims Bergsteinn Sigurðsson skrifar 5. ágúst 2009 01:45 Mikill mannfjöldi kom saman þegar handritin voru afhent. „Með þessu er UNESCO að segja að handritin séu minjar sem ber að hlúa sérstaklega vel að og séu verðmæti á heimsvísu en ekki bara á afmörkuðu svæði," segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stjórn menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bætti handritasafni Árna Magnússonar, auk 34 annarra menningarminja, í sérstaka varðveisluskrá sína á föstudag. Handritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveittur í Danmörku. „Þessi viðurkenning skapar okkur sóknarfæri til að kynna safnið með mun markvissari hætti erlendis en setur okkur líka þær skyldur á herðar að búa eins vel að handritunum og við getum, eins og við höfum reynt að gera, og miðla þeim og varðveita eins og best verður á kosið."Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir viðurkenningu UNESCO staðfesta að handritin séu verðmæti á heimsvísu, sem beri að hlúa að, varðveita og miðla af kostgæfni.FBL/StefánHandritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveitt í Danmörku. Í rökstuðningi UNESCO segir að safnið geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Guðrún segir þetta gleðileg tíðindi sem staðfesti mikilvægi safnsins og veki á því athygli á erlendum vettvangi. Hún segir að næsta verkefni verði að bæta húsakost Árnastofnunar, sem hefur verið á víð og dreif hingað til. „Það eru áform að byggja yfir Árnastofnun og koma henni í betra húsnæði sem gerir okkur kleift að sýna handritin með veglegri og nútímalegri hætti en húsakostur hefur leyft okkur hingað til og auka þannig aðgengið að þessum mikla menningararfi.“ Þá er unnið að því að koma handritunum yfir á stafrænt form svo hægt verði að skoða þau á netinu í framtíðinni. „Í kjölfarið verðum við síðan að fylgja þessari viðurkenningu eftir og það verður spennandi verkefni,“ segir Guðrún. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti í gær yfir sérstakri ánægju með þessi tíðindi. Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira
„Með þessu er UNESCO að segja að handritin séu minjar sem ber að hlúa sérstaklega vel að og séu verðmæti á heimsvísu en ekki bara á afmörkuðu svæði," segir Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar. Stjórn menningarmálastofnunar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, bætti handritasafni Árna Magnússonar, auk 34 annarra menningarminja, í sérstaka varðveisluskrá sína á föstudag. Handritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveittur í Danmörku. „Þessi viðurkenning skapar okkur sóknarfæri til að kynna safnið með mun markvissari hætti erlendis en setur okkur líka þær skyldur á herðar að búa eins vel að handritunum og við getum, eins og við höfum reynt að gera, og miðla þeim og varðveita eins og best verður á kosið."Forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar segir viðurkenningu UNESCO staðfesta að handritin séu verðmæti á heimsvísu, sem beri að hlúa að, varðveita og miðla af kostgæfni.FBL/StefánHandritasafnið var tilnefnt í varðveisluskrána af hálfu ríkisstjórnar Íslands og Danmerkur í fyrra, þar sem hluti safnsins er varðveitt í Danmörku. Í rökstuðningi UNESCO segir að safnið geymi ómetanleg handrit um sögu og menningu Norðurlanda, og raunar stórs hluta Evrópu, allt frá miðöldum til nýaldar. Guðrún segir þetta gleðileg tíðindi sem staðfesti mikilvægi safnsins og veki á því athygli á erlendum vettvangi. Hún segir að næsta verkefni verði að bæta húsakost Árnastofnunar, sem hefur verið á víð og dreif hingað til. „Það eru áform að byggja yfir Árnastofnun og koma henni í betra húsnæði sem gerir okkur kleift að sýna handritin með veglegri og nútímalegri hætti en húsakostur hefur leyft okkur hingað til og auka þannig aðgengið að þessum mikla menningararfi.“ Þá er unnið að því að koma handritunum yfir á stafrænt form svo hægt verði að skoða þau á netinu í framtíðinni. „Í kjölfarið verðum við síðan að fylgja þessari viðurkenningu eftir og það verður spennandi verkefni,“ segir Guðrún. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra lýsti í gær yfir sérstakri ánægju með þessi tíðindi.
Handritasafn Árna Magnússonar Menning Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Sjá meira