Umfjöllun: Akureyri afgreitt í fyrri hálfleik Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. desember 2009 21:00 Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka. Mynd/Stefán Haukar eru á toppnum í N-1 deild karla og verða það fram yfir bæði jól og EM í janúar. Liðið kjöldró Akureyri fyrir norðan í kvöld, 20-24. Tölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-3. Sókn Akureyrar var slök en að sjálfsögðu hanga saman vörn Hauka og sókn heimamanna. Vörn gestanna var virkilega góð og hélt hún Akureyri í sjö mörkum í fyrri hálfleik. Heimamenn pirruðu sig á dómurunum, sem gerðu nokkur mistök sem Akureyri tapaði á. Haukar spiluðu langar sóknir en komu sér alltaf í færi. Vörn Akureyrar fann sig ekki og hefði að ósekju átt að breyta til þegar ekkert gekk, en liðið spilaði 6-0 vörn allan hálfleikinn. 5-1 vörnin í seinni hálfleik gekk betur. Haukar komust í 3-10 um miðbik hálfleiksins og komust mest í átta marka forystu. Henni héldu þeir út hálfleikinn og leiddu 7-15 eftir óspennandi fyrri hálfleik. Gestirnir komust mest tíu mörkum yfir en slökuðu á undir lokin. Akureyri komst sex mörkum frá Haukunum um miðjan hálfleikinn en þar við sat. Undir lokin minnkaði liðið svo muninn í fjögur mörk og bjargaði í raun andlitinu. Elías Már var góður í fyrri hálfleik, Sigurbergur var aftur á móti slakur allan leikinn en Björgvin fínn. Vörn þeirra var góð og Birkir Ívar flottur. Hjá Akureyri bar enginn af, einna helst Oddur sem var markahæstur. Hann var samt mjög lengi í gang. Liðið kolféll undir pressu í kvöld en liðið var vel stutt allan leikinn af áhorfendum. Það dugði þó engan vegin til, Haukar báru af á öllum sviðum.Tölfræði úr leiknum:Akureyri-Haukar 20-24 (7-15)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/4), Jónatan Magnússon 4 (10/2), Geir Guðmundsson 2 (4), Heimir Örn Árnason 2 (6), Árni Þór Sigtryggsson 2 (8), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (4), Guðmundur H. Helgason 1 (8).Varin skot: Hafþór Einarsson 11 (17) 65%, Hörður Flóki Ólafsson 8 (26) 31%.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2 ).Fiskuð víti: 6 (Oddur 2,Heimir, Árni, Andri, Hörður )Utan vallar: 2 mín.Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 7 (9), Björgvin Hólmgeirsson 6 (16), Einar Örn Jónsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (4), Pétur Pálsson 2 (6), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Sigurbergur Sveinsson 1/1 (7).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22/2 (42) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Elías 2, Freyr 2).Fiskuð víti: 1 (Pétur)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Haukar eru á toppnum í N-1 deild karla og verða það fram yfir bæði jól og EM í janúar. Liðið kjöldró Akureyri fyrir norðan í kvöld, 20-24. Tölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-3. Sókn Akureyrar var slök en að sjálfsögðu hanga saman vörn Hauka og sókn heimamanna. Vörn gestanna var virkilega góð og hélt hún Akureyri í sjö mörkum í fyrri hálfleik. Heimamenn pirruðu sig á dómurunum, sem gerðu nokkur mistök sem Akureyri tapaði á. Haukar spiluðu langar sóknir en komu sér alltaf í færi. Vörn Akureyrar fann sig ekki og hefði að ósekju átt að breyta til þegar ekkert gekk, en liðið spilaði 6-0 vörn allan hálfleikinn. 5-1 vörnin í seinni hálfleik gekk betur. Haukar komust í 3-10 um miðbik hálfleiksins og komust mest í átta marka forystu. Henni héldu þeir út hálfleikinn og leiddu 7-15 eftir óspennandi fyrri hálfleik. Gestirnir komust mest tíu mörkum yfir en slökuðu á undir lokin. Akureyri komst sex mörkum frá Haukunum um miðjan hálfleikinn en þar við sat. Undir lokin minnkaði liðið svo muninn í fjögur mörk og bjargaði í raun andlitinu. Elías Már var góður í fyrri hálfleik, Sigurbergur var aftur á móti slakur allan leikinn en Björgvin fínn. Vörn þeirra var góð og Birkir Ívar flottur. Hjá Akureyri bar enginn af, einna helst Oddur sem var markahæstur. Hann var samt mjög lengi í gang. Liðið kolféll undir pressu í kvöld en liðið var vel stutt allan leikinn af áhorfendum. Það dugði þó engan vegin til, Haukar báru af á öllum sviðum.Tölfræði úr leiknum:Akureyri-Haukar 20-24 (7-15)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/4), Jónatan Magnússon 4 (10/2), Geir Guðmundsson 2 (4), Heimir Örn Árnason 2 (6), Árni Þór Sigtryggsson 2 (8), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (4), Guðmundur H. Helgason 1 (8).Varin skot: Hafþór Einarsson 11 (17) 65%, Hörður Flóki Ólafsson 8 (26) 31%.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2 ).Fiskuð víti: 6 (Oddur 2,Heimir, Árni, Andri, Hörður )Utan vallar: 2 mín.Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 7 (9), Björgvin Hólmgeirsson 6 (16), Einar Örn Jónsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (4), Pétur Pálsson 2 (6), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Sigurbergur Sveinsson 1/1 (7).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22/2 (42) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Elías 2, Freyr 2).Fiskuð víti: 1 (Pétur)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Sport Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira