Umfjöllun: Akureyri afgreitt í fyrri hálfleik Hjalti Þór Hreinsson skrifar 10. desember 2009 21:00 Birkir Ívar Guðmundsson átti stórleik í marki Hauka. Mynd/Stefán Haukar eru á toppnum í N-1 deild karla og verða það fram yfir bæði jól og EM í janúar. Liðið kjöldró Akureyri fyrir norðan í kvöld, 20-24. Tölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-3. Sókn Akureyrar var slök en að sjálfsögðu hanga saman vörn Hauka og sókn heimamanna. Vörn gestanna var virkilega góð og hélt hún Akureyri í sjö mörkum í fyrri hálfleik. Heimamenn pirruðu sig á dómurunum, sem gerðu nokkur mistök sem Akureyri tapaði á. Haukar spiluðu langar sóknir en komu sér alltaf í færi. Vörn Akureyrar fann sig ekki og hefði að ósekju átt að breyta til þegar ekkert gekk, en liðið spilaði 6-0 vörn allan hálfleikinn. 5-1 vörnin í seinni hálfleik gekk betur. Haukar komust í 3-10 um miðbik hálfleiksins og komust mest í átta marka forystu. Henni héldu þeir út hálfleikinn og leiddu 7-15 eftir óspennandi fyrri hálfleik. Gestirnir komust mest tíu mörkum yfir en slökuðu á undir lokin. Akureyri komst sex mörkum frá Haukunum um miðjan hálfleikinn en þar við sat. Undir lokin minnkaði liðið svo muninn í fjögur mörk og bjargaði í raun andlitinu. Elías Már var góður í fyrri hálfleik, Sigurbergur var aftur á móti slakur allan leikinn en Björgvin fínn. Vörn þeirra var góð og Birkir Ívar flottur. Hjá Akureyri bar enginn af, einna helst Oddur sem var markahæstur. Hann var samt mjög lengi í gang. Liðið kolféll undir pressu í kvöld en liðið var vel stutt allan leikinn af áhorfendum. Það dugði þó engan vegin til, Haukar báru af á öllum sviðum.Tölfræði úr leiknum:Akureyri-Haukar 20-24 (7-15)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/4), Jónatan Magnússon 4 (10/2), Geir Guðmundsson 2 (4), Heimir Örn Árnason 2 (6), Árni Þór Sigtryggsson 2 (8), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (4), Guðmundur H. Helgason 1 (8).Varin skot: Hafþór Einarsson 11 (17) 65%, Hörður Flóki Ólafsson 8 (26) 31%.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2 ).Fiskuð víti: 6 (Oddur 2,Heimir, Árni, Andri, Hörður )Utan vallar: 2 mín.Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 7 (9), Björgvin Hólmgeirsson 6 (16), Einar Örn Jónsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (4), Pétur Pálsson 2 (6), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Sigurbergur Sveinsson 1/1 (7).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22/2 (42) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Elías 2, Freyr 2).Fiskuð víti: 1 (Pétur)Utan vallar: 6 mín. Olís-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Sjá meira
Haukar eru á toppnum í N-1 deild karla og verða það fram yfir bæði jól og EM í janúar. Liðið kjöldró Akureyri fyrir norðan í kvöld, 20-24. Tölurnar gefa ekki alveg rétta mynd af leiknum. Haukar byrjuðu leikinn miklu betur og komust í 0-3. Sókn Akureyrar var slök en að sjálfsögðu hanga saman vörn Hauka og sókn heimamanna. Vörn gestanna var virkilega góð og hélt hún Akureyri í sjö mörkum í fyrri hálfleik. Heimamenn pirruðu sig á dómurunum, sem gerðu nokkur mistök sem Akureyri tapaði á. Haukar spiluðu langar sóknir en komu sér alltaf í færi. Vörn Akureyrar fann sig ekki og hefði að ósekju átt að breyta til þegar ekkert gekk, en liðið spilaði 6-0 vörn allan hálfleikinn. 5-1 vörnin í seinni hálfleik gekk betur. Haukar komust í 3-10 um miðbik hálfleiksins og komust mest í átta marka forystu. Henni héldu þeir út hálfleikinn og leiddu 7-15 eftir óspennandi fyrri hálfleik. Gestirnir komust mest tíu mörkum yfir en slökuðu á undir lokin. Akureyri komst sex mörkum frá Haukunum um miðjan hálfleikinn en þar við sat. Undir lokin minnkaði liðið svo muninn í fjögur mörk og bjargaði í raun andlitinu. Elías Már var góður í fyrri hálfleik, Sigurbergur var aftur á móti slakur allan leikinn en Björgvin fínn. Vörn þeirra var góð og Birkir Ívar flottur. Hjá Akureyri bar enginn af, einna helst Oddur sem var markahæstur. Hann var samt mjög lengi í gang. Liðið kolféll undir pressu í kvöld en liðið var vel stutt allan leikinn af áhorfendum. Það dugði þó engan vegin til, Haukar báru af á öllum sviðum.Tölfræði úr leiknum:Akureyri-Haukar 20-24 (7-15)Mörk Akureyrar (skot): Oddur Grétarsson 7/3 (10/4), Jónatan Magnússon 4 (10/2), Geir Guðmundsson 2 (4), Heimir Örn Árnason 2 (6), Árni Þór Sigtryggsson 2 (8), Guðlaugur Arnarsson 1 (2), Andri Snær Stefánsson 1 (4), Guðmundur H. Helgason 1 (8).Varin skot: Hafþór Einarsson 11 (17) 65%, Hörður Flóki Ólafsson 8 (26) 31%.Hraðaupphlaup: 2 (Oddur 2 ).Fiskuð víti: 6 (Oddur 2,Heimir, Árni, Andri, Hörður )Utan vallar: 2 mín.Mörk Hauka: Elías Már Halldórsson 7 (9), Björgvin Hólmgeirsson 6 (16), Einar Örn Jónsson 2 (2), Freyr Brynjarsson 2 (4), Pétur Pálsson 2 (6), Heimir Óli Heimisson 1 (1), Stefán Rafn Sigurmannsson 1 (2), Guðmundur Árni Ólafsson 1 (4), Sigurbergur Sveinsson 1/1 (7).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 22/2 (42) 52%Hraðaupphlaup: 4 (Elías 2, Freyr 2).Fiskuð víti: 1 (Pétur)Utan vallar: 6 mín.
Olís-deild karla Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Ísland í aðalhlutverki á meistarahring Elísabetar Sport Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Fleiri fréttir Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Sjá meira