Viðskipti erlent

Facebook getur upplýst um skattsvik

Facebook í Danmörku verður brátt notað í baráttunni gegn skattsvikum í Danmörku. Þetta kemur fram í fríblðainu MetroXpress í Kaupmannahöfn.

Blaðið skrifar að ógætileg skrif á samskiptavefum eins og Facebook geta afhjúpað skattsvik og svindl með félagslega aðstoð þeirra sem notfæra sér vefina.

Í Danmörku munu yfirvöld brátt hafa aðgang að persónulegum upplýsingum þeirra sem eru á Facebook eins og til dæmis skrif um heimilsfang, tekjur og svarta vinnu.

Kim V. Andersen prófessor í tölvufræðum við Copenhagen Business School telur að netið muni gera bæjar- og sveitarfélögum léttara um vik að afhjúpa svindl með félagslegar bætur til þegna þeirra.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×