Dýr leið valin við endurreisn bankanna Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 18. mars 2009 00:01 samsett mynd/kristinn Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan. Markaðir Viðskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Bandaríski bankinn JP Morgan og Seðlabankinn veltu þeirri hugmynd upp eftir bankahrunið í haust að færa innlán úr gömlu bönkunum yfir í þá nýju en skilja aðrar eignir eftir í gömlu bönkunum, sem yrðu eignaumsýslufélög og sjá um fjárhagslega endurskipulagningu stærstu fyrirtækja landsins. Eignaumsýslufélögin myndu síðan kaupa til baka öll verstu lán sem lágu í nýju bankana. Kostnaður við færslu á milli gömlu bankanna og nýju yrði enginn að undanskildum innlánum bankanna, sem metin yrðu á 1.300 milljarða króna. Skildi litið á þau sem ígildi greiðslu í reiðufé. Gert var ráð fyrir að enduruppbygging bankakerfisins tæki stuttan tíma og myndi standa eftir tiltölulega lítið bankakerfi. Það myndi svara til 1,5-faldrar landsframleiðslu. Það gamla jafngilti tífaldri landsframleiðslu. Eftir því sem næst verður komist stóð Fjármálaeftirlitið (FME) frammi nokkrum möguleikum í haust. Eftirlitið varð nær einráða um endurskipulagningu bankageirans við setningu neyðarlaga í október. Það valdi þá leið að taka yfir innlendar eignir bankanna til að tryggja eðlilega bankastarfsemi og öryggi innstæðna hér. Alþjóðleg starfsemi var skilin frá innlendri starfsemi. Þá yfirtóku nýju bankarnir allar innstæðuskuldbindingar gömlu bankanna hér auk stærsta hluta þeirra eigna sem tengjast íslenskri starfsemi. Í kjölfarið hófst vinna við verðmat á gömlu og nýju bönkunum. Breska fjármálafyrirtækið Oliver Wyman sér um verðmat nýju bankanna og mun það liggja fyrir í næsta mánuði. Áætlað er að bankarnir gefi út skuldabréf upp á tæpa fjögur hundruð milljarða, sem rennur til þeirra gömlu í skiptum fyrir eignir. Viðmælendur Markaðarins segja þetta afar kostnaðarsama lausn. Hætta sé á að það verði of þunglamalegt og geti reynt bönkunum ofviða. Því hafi verið betra að fara að tillögum JP Morgans á sínum tíma fremur en FME. Sambærilegar hugmyndir og þær sem JP Morgan og Seðlabankinn höfðu uppi á borðinu í fyrrahaust hafa gengið í endurnýjun lífdaga í tillögum sem Jón Gunnar Jónsson hefur unnið. Jón hefur um árabil starfað hjá bandaríska fjárfestingabankanum Merrill Lynch víða um heim en tillögurnar hefur hann kynnt þingmönnum og öðrum embættismönnum síðustu vikur. Tillögurnar ganga nokkuð lengra en hugmyndir JP Morgan en í þeim felst meðal annars að fyrirtæki verði ráðið sem hafi reynslu af því að þefa uppi eignir sem komið hafi verið undan í skjólum. Jón nefnir bandaríska ráðgjafarfyrirtækið Kroll Associates sem dæmi en það hefur þefað uppi eignir Saddams Husseins, fyrrum einræðisherra Íraks, sem hann hafði komið undan.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira