Á heimasíðu KSÍ er auglýst eftir liði til að spila í 3. deild karla í sumar en lið Snæfells í Stykkishólmi hefur ákveðið að draga lið sitt úr keppni.
Áhugasömum félögum er bent á að hafa samband við Birki Sveinsson, mótastjóra KSÍ, birkir@ksi.is. Viðkomandi félag kæmi þá í stað Snæfells í C riðil 3. deildar karla.
Í riðlinum eru Skallagrímur, KV (Knattspyrnufélag Vesturbæjar), Hvíti riddarinn, KFG (Knattspyrnufélag Garðabæjar) og Berserkir.