Fótbolti

Byrjunarliðið klárt hjá U-19 ára landsliðinu sem mætir Norður-Írum

Ómar Þorgeirsson skrifar
Pape Mamadou Faye í leik með Fylki í sumar.
Pape Mamadou Faye í leik með Fylki í sumar. Mynd/Stefán

Strákarnir í U-19 ára landsliði Íslands mæta Norður-Írum í dag en leikurinn hefst kl. 13 að íslenskum tíma og er liður í undankeppni EM.

Þetta er annar leikur íslenska liðsins í undanriðlinum en það tapaði fyrir Bosníu í fyrsta leik sínum.

Landsliðsþjálfarinn Kristinn R. Jónsson hefur tilkynnt byrjunarlið sitt fyrir leikinn en það er eftirfarandi:

Markvörður: Arnar Darri Pétursson

Hægri bakvörður: Haukur Heiðar Hauksson

Vinstri bakvörður: Gísli Páll Helgason

Miðverðir: Stefán Ragnar Guðlaugsson og Brynjar Gauti Guðjónsson

Tengiliðir: Guðlaugur Victor Pálsson, Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði og Andri Fannar Stefánsson

Hægri kantur: Guðmundur Magnússon

Vinstri kantur: Ólafur Karl Finsen

Framherji: Pape Mamadou Faye






Fleiri fréttir

Sjá meira


×