Umfjöllun: Barátta innan sem utan vallar í Kópavogi Breki Logason skrifar 30. júlí 2009 16:01 Gunnleifur Gunnleifsson var í marki HK á móti Blikum í kvöld. Mynd/Vilhelm Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum. Íslenski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira
Það var sannkallaður hiti á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik sló nágranna sína úr HK út úr Visabikarnum með marki frá Guðmundi Péturssyni. Mikil barátta var innan vallar sem utan, og var meðal annars slegist í stúkunni. Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik þó Blikar hafi kannski verið í við sterkari, þeir fengu allavega fleiri færi, en nýttu þau oft ekki nægjanlega vel. HK-ingar áttu fínar rispur og áttu til dæmis að fá vítaspyrnu þegar augljóslega var ýtt á bakið á Ásgrími Albertssyni leikmanni þeirra inni í teig Breiðabliks. Kristinn Jakobsson dæmdi hinsvegar ekkert. Þá komst Aron Palomares einn inn fyrir en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ákvað hann að gefa boltann yfir í stað þess að skjóta en þá komust Blikar inn í sendinguna. Staðan því 1:0 fyrir Breiðablik í hálfleik og hörku leikur í gangi. Mesti atgangurinn varð þó í gömlu stúkunni á Kópavogsvelli eftir að Guðmundur Pétursson skoraði markið. Stuðningsmannahópum liðanna lenti saman. Allt róaðist þó mjög fljótt og voru fjölmargir gæslumenn í gulum vestum settir í sætin á milli hópanna. Erfitt var að sjá nákvæmlega hvað gerðist en fréttir hér á vellinum hermdu að menn hefðu bókstaflega slegist. Blikar byrjuðu síðari hálfleikinn ágætlega og mokaði Kristinn Steindórsson boltanum yfir eftir aukaspyrnu frá Alfreði Finnbogasyni. Aðstoðardómarinn datt síðan á bossann þegar hann dæmdi hornspyrnu. HK-ingar hresstust þó fljótlega og áttu nokkra sjénsa. Breiðablik átti einnig sín færi en náðu ekki að klára. Guðmundur Kristjánsson skallaði til dæmis í slánna úr dauðafæri eftir hornspyrnu. Bæði lið gátu skorað mörk og má segja að HK hafi sótt hart að Blikum undir lok leiksins. Meðal annars bjargaði Ingvar Kale sínum mönnum glæsilega. Blikar héldu svo boltanum þar til tíminn rann út og var sigur þeirra í raun nokkuð sanngjarn. Breiðablika sigraði því orrustuna um Kópavog að þessu sinni og eru komnir í undanúrslit í Visabikarnum.
Íslenski boltinn Mest lesið Mundi ekki eftir öðrum eins áverkum og á fórnarlambi Conors Sport Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Handbolti Hætt eftir drónaskandalinn Fótbolti Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Handbolti Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sport Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Enski boltinn Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Sjá meira