Töluverður áhugi á Versacold ytra 7. janúar 2009 00:01 Gylfi Sigfússon „Nú erum við staddir í öðrum fasa söluferlisins og það eru sjö hugsanlegir kaupendur eftir,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, um söluna á kanadíska félaginu Versacold-Atlas. Eimskipafélagið hefur átt í nokkrum erfiðleikum og glímt við þungar skuldir. „Við fáum meira en sem nemur skuldunum við söluna á félaginu og náum því einnig að lækka skuldir móðurfélagsins. Það þýðir ekki að við séum lausir allra mála, en það lagar stöðuna hjá okkur mikið, hverfi helmingur skuldanna og við losnum við næstum allar erlendar skuldir,“ segir Gylfi. Hann segir að um þrjátíu aðilar hafi í upphafi sýnt áhuga á að kaupa Versacold. Þá hefði verið farið yfir hugsanlega kaupendur ásamt tveimur erlendum bönkum. Þeir sjö sem eru eftir munu gera annað tilboð í fyrirtækið 15. janúar, en hafa fengið sérstaka kynningu á fyrirtækinu í millitíðinni. Versacold-Atlas er stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði og rekur um 130 frystigeymslur í nokkrum heimsálfum. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst gætu fengist á milli 700 og 900 milljónir evra fyrir félagið, eða um 116 til 150 milljarðar króna miðað við núverandi gengi Seðlabankans. Þetta fæst ekki staðfest. Fram kom í Markaðnum í október 2007 að heildarkaupverð Versacold og Atlas, sem síðar voru sameinuð, hefði verið um 1.800 milljónir Kanadadala, eða um 112 milljarðar króna, miðað við gengið þá. Síðan hefur nokkuð af eignum verið selt, líklega fyrir um 500 milljónir Kanadadala. - ikh Markaðir Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
„Nú erum við staddir í öðrum fasa söluferlisins og það eru sjö hugsanlegir kaupendur eftir,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, um söluna á kanadíska félaginu Versacold-Atlas. Eimskipafélagið hefur átt í nokkrum erfiðleikum og glímt við þungar skuldir. „Við fáum meira en sem nemur skuldunum við söluna á félaginu og náum því einnig að lækka skuldir móðurfélagsins. Það þýðir ekki að við séum lausir allra mála, en það lagar stöðuna hjá okkur mikið, hverfi helmingur skuldanna og við losnum við næstum allar erlendar skuldir,“ segir Gylfi. Hann segir að um þrjátíu aðilar hafi í upphafi sýnt áhuga á að kaupa Versacold. Þá hefði verið farið yfir hugsanlega kaupendur ásamt tveimur erlendum bönkum. Þeir sjö sem eru eftir munu gera annað tilboð í fyrirtækið 15. janúar, en hafa fengið sérstaka kynningu á fyrirtækinu í millitíðinni. Versacold-Atlas er stærsta fyrirtæki heims á sínu sviði og rekur um 130 frystigeymslur í nokkrum heimsálfum. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst gætu fengist á milli 700 og 900 milljónir evra fyrir félagið, eða um 116 til 150 milljarðar króna miðað við núverandi gengi Seðlabankans. Þetta fæst ekki staðfest. Fram kom í Markaðnum í október 2007 að heildarkaupverð Versacold og Atlas, sem síðar voru sameinuð, hefði verið um 1.800 milljónir Kanadadala, eða um 112 milljarðar króna, miðað við gengið þá. Síðan hefur nokkuð af eignum verið selt, líklega fyrir um 500 milljónir Kanadadala. - ikh
Markaðir Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent „Þarf lítið til að koma mér af stað í söng og stemningu“ Atvinnulíf Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira