Alcoa féll um 6,6% eftir að Deutche Bank mælti með sölu 12. janúar 2009 16:18 Hlutir í álrisanum Alcoa hafa fallið um 6,6% á Wall Street í dag en markaðurinn þar hefur verið í niðursveiflu frá opnuninni. Lækkunin kom í kjölfar þess að greining Deutche Bank mælti með sölu á hlutum Alcoa en félagið á Fjarðarál á Reyðarfirði. Fyrr hafði Deutche Bank mælt með því að fjárfestar héldu hlutum sínum í alrisanum. Nú hafa menn áhyggjur af afkomu Alcoa sem birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung eftir lokunin á Wall Street í dag. Sem kunnugt er af fréttum tilkynnti Alco í síðustu viku að um 13% starfsmanna félagsins um allan heim yrði sagt upp á árinu en um tæplega 14.000 starfsmenn er að ræða. Þá er einnig ætlunin að draga verulega úr álframleiðslu með lokun álvera, þar af verður tveimur álverum lokað í Rússlandi. Samingum við 1.700 verktaka verður sagt upp, ráðningarstopp sett á og laun fryst í félaginu. Þessi áform hafa engin áhrif á starfsemi Alcoa á Íslandi. Auk Fjarðaráls hefur félagið áhuga á að byggja nýtt álver á Bakka við Húsavík. Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hlutir í álrisanum Alcoa hafa fallið um 6,6% á Wall Street í dag en markaðurinn þar hefur verið í niðursveiflu frá opnuninni. Lækkunin kom í kjölfar þess að greining Deutche Bank mælti með sölu á hlutum Alcoa en félagið á Fjarðarál á Reyðarfirði. Fyrr hafði Deutche Bank mælt með því að fjárfestar héldu hlutum sínum í alrisanum. Nú hafa menn áhyggjur af afkomu Alcoa sem birtir uppgjör sitt fyrir síðasta ársfjórðung eftir lokunin á Wall Street í dag. Sem kunnugt er af fréttum tilkynnti Alco í síðustu viku að um 13% starfsmanna félagsins um allan heim yrði sagt upp á árinu en um tæplega 14.000 starfsmenn er að ræða. Þá er einnig ætlunin að draga verulega úr álframleiðslu með lokun álvera, þar af verður tveimur álverum lokað í Rússlandi. Samingum við 1.700 verktaka verður sagt upp, ráðningarstopp sett á og laun fryst í félaginu. Þessi áform hafa engin áhrif á starfsemi Alcoa á Íslandi. Auk Fjarðaráls hefur félagið áhuga á að byggja nýtt álver á Bakka við Húsavík.
Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira