Körfubolti

Jón Arnór þarf að finna sér nýtt númer - númerin hans eru upptekin hjá Granada

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslendingar eru vanir að sjá Jón Arnór spila í níunni með KR og íslenska landsliðinu.
Íslendingar eru vanir að sjá Jón Arnór spila í níunni með KR og íslenska landsliðinu. Mynd/Vilhelm

Jón Arnór Stefánsson getur ekki spilað í sínum vanalegu númerum þegar hann spilar með spænska liðinu CB Granada í spænsku gulldeildinni í vetur. Finninn Teemu Rannikko tók níuna og þá eru sexan, tían og ellefu einnig fráteknar.

Jón Arnór Stefánsson hefur ofast spilað í treyju númer níu. Hann var í níunni hjá KR og íslenska landsliðinu en eins hjá þýska liðinu TBB Trier og rússneska liðinu Dynamo Saint Petersburg.

Jón Arnór spilaði í ellefuunni hjá ítölsku liðunum Pompea Napoli og Lottomatica Roma (aðeins númer 9 líka) en var síðan númer sex þegar hann spilaði með Benetton Treviso í vor.

Leikmenn CB Granada eru þegar búnir að taka frá þessi vanalegu númer Jóns Arnórs. Finnski bakvörðurinn Teemu Rannikko verður númer 9, spænski bakvörðurinn Nacho Martín verður númer 11 og þá heldur bandaríski framherjinn Jimmie Lee Hunter áfram að spila númer 6.

Jón Arnór spilaði í tíunni hjá Dallas Mavericks en argentínski leikstjórnandinn Nicolás Gianella verður áfram í henni.

Nú er að sjá í hvaða númeri Jón Arnór mun spila næsta vetur. Það eru kannski mestar líkur á að hann spili númer fimmtán en sú treyja er laus hjá Granada og Jón spilaði fyrstu landsleiki sína í því númeri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×