Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna.
Rakel Logadóttir skoraði fjögur mörk fyrir Val, Kristín Ýr Bjarnadóttir þrjú og Sif Atladóttir, Katrín Jónsdóttir og Laufey Ólafsdóttir eitt hver.
Valur er með fimm stiga forystu á næstu lið í deildinni þegar einni umferð er ólokið.
Eins og gefur að skilja var sigur Vals aldrei í hættu og aðeins formsatriði fyrir þær rauðklæddu að vinna sigur og tryggja sér um leið Íslandsmeistaratitilinn.
Valur - Keflavík 10-0
1-0 Rakel Logadóttir (19.)
2-0 Sif Atladóttir (20.)
3-0 Rakel Logadóttir (31.)
4-0 Rakel Logadóttir (41.)
5-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (43.)
6-0 Rakel Logadóttir (57.)
7-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (63.)
8-0 Katrín Jónsdóttir (77.)
9-0 Laufey Ólafsdóttir (82.)
10-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (92.)
Skot (á mark): 36-1 (18-1)
Varin skot: María Björg 1 - Arna Lind 1
Horn: 13-1
Aukaspyrnur fengnar: 3-3
Rangstöður: 6-0
Valur Íslandsmeistari
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Mest lesið





Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli
Íslenski boltinn




„Þú ert að tengja þetta við Rashford“
Enski boltinn
