Viðskipti innlent

Straumur hækkaði mest eftir mikið hrun

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í fjárfestingabankanum Straumi hækkaði um 7,6 prósent í dag og er það mesta hækkun dagsins. Á föstudag féll gengi bréfa í bankanum um 26 prósent.

Á hæla Straums fylgdi Marel, sem hækkaði um 1,05 prósent, og Össur, sem hækkaði um 0,93 prósent. Fyrirtækin þrjú eru þrjú veltumestu fyrirtækin í nýju Úrvalsvísitölunni, OMXI6.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, um 12,9 prósent en færeysku félaganna Altantic Airways um 1,18 prósent, Atlantic Petroleum um 0,96 prósent og Færeyjabanka um 0,43 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,31 prósent og endaði í 335 stigum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×