Viðskipti innlent

Nýja Úrvalsvísitalan lækkar fjórða daginn í röð

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu hækkaði mest í dag, eða um 8,13 prósent. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Alfesca, sem fór upp um 3,75 prósent. Þá hækkaði gengi bréfa í Marel Food Systems um 0,76 prósent og í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 0,3 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Straumi um 11,41 prósent, Century Aluminum um 6,56 prósent og Bakkavör um 4,87 prósent. Gengi bréfa í Icelandair Group lækkaði sömuleiðis um 1,12 prósent og Össurrar um 0,93 prósent.

Úrvalsvísitalan gamla (OMXI15) lækkaði um 0,97 prósent og endaði í 352 stigum.

Nýja Úrvalsvísitalan (OMXI6) féll á sama tíma um tvö prósent og endaði í 961 stigi. Hún hefur lækkað viðstöðulaust alla þá fjóra viðskiptadaga sem hún hefur verið reiknuð. Upphafsgildi hennar stóð í 1.000 stigum við upphaf árs.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×