Ekki æskilegt að Aron hafi spjallað við dómarana Henry Birgir Gunnarsson skrifar 30. apríl 2009 14:00 Guðjón segir Aron hafa rætt við dómarana í góðu í gær. Nordic Photos/Getty Images Það vakti nokkra athygli eftir leik Vals og Hauka í gær að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, skyldi fara til fundar við dómarana, Anton Gylfa Pálsson og Hlyn Leifsson. Aron spjallaði við þá nokkra stund áður en hann kom út aftur. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um hvort það sé leyfilegt eða æskilegt að þjálfari sé að skeggræða við dómara svo skömmu eftir leik. Sérstaklega þar sem ansi líklegt er að viðkomandi dómarar eigi eftir að dæma annan leik hjá þessum liðum. Vísir setti sig í samband við Guðjón L. Sigurðsson, formann dómaranefndar HSÍ, og spurði hann út í málið. „Það eru nú engar reglur um hvort þetta sé leyfilegt. Það kemur alltaf reglulega fyrir að þjálfarar biðji um áheyrn dómara eftir leiki. Stundum er það leyft en oft er neitað um það. Í svona leikjahrinu er það kannski ekki æskilegt að dómarar hleypi þjálfara inn til sín eftir leik," sagði Guðjón. „Kjartan Steinbach var eftirlitsdómari í gær og hann sagði Aron hafa bankað og beðið um áheyrn. Hann sagði allt hafa farið fram á góðum nótum. Menn hafi skipst á skoðunum um ákveðin efni, tekist í hendur og búið," sagði Guðjón sem var persónulega ánægður með frammistöðu dómaranna í gær. Upp eru raddir um að þeir Anton og Hlynur dæmi þá leiki sem eftir eru í rimmunni enda eru þeir okkar fremsta dómarapar. Guðjón staðfesti að svo yrði þó ekki. Þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu dæma næsta leik á laugardaginn. Hverjir dæma eftir það hefur ekki verið ákveðið. Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira
Það vakti nokkra athygli eftir leik Vals og Hauka í gær að Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, skyldi fara til fundar við dómarana, Anton Gylfa Pálsson og Hlyn Leifsson. Aron spjallaði við þá nokkra stund áður en hann kom út aftur. Í kjölfarið hafa vaknað spurningar um hvort það sé leyfilegt eða æskilegt að þjálfari sé að skeggræða við dómara svo skömmu eftir leik. Sérstaklega þar sem ansi líklegt er að viðkomandi dómarar eigi eftir að dæma annan leik hjá þessum liðum. Vísir setti sig í samband við Guðjón L. Sigurðsson, formann dómaranefndar HSÍ, og spurði hann út í málið. „Það eru nú engar reglur um hvort þetta sé leyfilegt. Það kemur alltaf reglulega fyrir að þjálfarar biðji um áheyrn dómara eftir leiki. Stundum er það leyft en oft er neitað um það. Í svona leikjahrinu er það kannski ekki æskilegt að dómarar hleypi þjálfara inn til sín eftir leik," sagði Guðjón. „Kjartan Steinbach var eftirlitsdómari í gær og hann sagði Aron hafa bankað og beðið um áheyrn. Hann sagði allt hafa farið fram á góðum nótum. Menn hafi skipst á skoðunum um ákveðin efni, tekist í hendur og búið," sagði Guðjón sem var persónulega ánægður með frammistöðu dómaranna í gær. Upp eru raddir um að þeir Anton og Hlynur dæmi þá leiki sem eftir eru í rimmunni enda eru þeir okkar fremsta dómarapar. Guðjón staðfesti að svo yrði þó ekki. Þeir Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson munu dæma næsta leik á laugardaginn. Hverjir dæma eftir það hefur ekki verið ákveðið.
Olís-deild karla Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands Sjá meira