Hvalveiðar gegn atvinnuleysi Einar K. Guðfinnsson skrifar 19. mars 2009 00:01 Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust. Fá dæmi eru um slíka skjóta atvinnusköpun nú þegar mest ríður á. Það munar um minna í þessu hallæri, þegar til dæmis atvinnuleysi á Vesturlandi er komið yfir 400 manns. Það er því ábyrgðarhluti af hálfu þeirra sem hafa lagst gegn hvalveiðum, enda hefur því verið mætt af fullri hörku af heimamönnum, svo sem sveitarstjórnarmönnum og verkalýðshreyfingunni. Órofa samstaða þeirra með okkur, sem staðið höfum fyrir ákvörðunum um hvalveiðar til frambúðar, er því lofsverð og þakkarverð. Fundurinn á dögunum í Bíóhöllinni á Akranesi, þar sem var fullur salur af fólki, sannaði þetta og undirstrikaði hvað þetta er mikið alvöru- og framfaramál í hugum fólks. Óvissu afléttUm nokkurra daga skeið virtist ríkja óvissa um hvort hvalveiðar gætu haldið áfram núna í sumar. Ég gaf út reglugerð um áframhaldandi hvalveiðar, bæði á hrefnu og langreyði nú í janúar. Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, brást illa við þessari ákvörðun minni eins og flestir muna og hafði í lítt dulbúnum hótunum vegna málsins. Niðurstaða hans var hins vegar sú að staðfesta ákvörðun mína. Nokkuð sem var borðleggjandi í rauninni, enda hafði hann engin rök til annars. Þetta er mikið ánægjuefni. Nú er ljóst að hvalamálin eru í höfn. Margra ára barátta okkar margra hefur skilað þessum árangri. Augljós rökÞað þarf varla að tíunda mjög röksemdirnar sem liggja að baki þeirri ákvörðun minni að tryggja að hvalveiðar geti haldið áfram. Ég hafði tekið sams konar ákvörðun árið 2006, um það bil ári eftir að ég varð sjávarútvegsráðherra. Þá eins og nú var uppi mikill hávaði og læti og látið í veðri vaka að hún myndi valda okkur skaða. Reynslan - sem jafnan er ólygnust - leiddi annað í ljós. Nú er heldur ekkert að óttast. Hvalveiðarnar verða okkur mikill efnahagslegur búhnykkur og munu ekki skaða aðrar atvinnugreinar. Það sannar reynslan. Gleymum því heldur ekki að við höfum veitt á þriðja hundrað hvali frá árinu 2003. Það er því komin margföld reynsla af þessum veiðum. Nauðsyn þess að halda áfram hvalveiðum er núna brýnni en nokkru sinni. Það er búið að sýna fram á að hvalurinn étur óhemju magn af fiski og er í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu. Það hefur verið reiknað út af færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar. Svo einfalt er það. Þarf nokkuð frekari vitnanna við. Þetta er þess vegna einn liður í því að auka veiðar hér við land á nytjastofnum eins og þorski. Það er því ekki lítið ábyrgðarmál ef menn leggjast gegn slíku. Við erum líka núna að verða vitni að atvinnuleysi af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áratugum saman. Nú verðum við að leggjast á árarnar við að nýta þau tækifæri sem við höfum. Hvalveiðar eru sannarlega hluti af því. Þegar allt leggst samanÞegar allt leggst saman, nauðsyn þess að veiða hval, að veiðarnar eru í samræmi við lög og reglur og fyrir liggur markaður fyrir vöruna, þá er í raun ekki eftir neinu að bíða. Enda gerir Hvalur hf. og hrefnuveiðimennirnir sig nú klára til að hefja nýja vertíð nú á haustmánuðum. Því miður var ekki mikið fyrr hægt að taka ákvörðun um útgáfu á kvótum í þeim mæli sem gert hefur verið núna. Því olli óvissa um sölu afurða sem ekki var aflétt fyrr en í lok síðasta árs. Óvissa í stjórnmálum tafði síðan málið, uns ég tók af skarið í janúar sl. Þar var rétt að öllu staðið, eins og sést af því að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra treysti sér ekki til að afturkalla leyfið, þrátt fyrir að hann virtist hafa til þess löngun. Aðalmálið er þá þetta: Stefnan hefur verið mörkuð, eins og ég lagði upp með. Hvalveiðar munu hefjast og skapa fjölda nýrra starfa, auka atvinnusköpun og verða hluti af þeirri sjálfsögðu stefnu að nýta auðlindir hafsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Hvalveiðar munu geta skipt miklu máli fyrir atvinnulíf okkar, ekki síst á Vesturlandi. Þegar þær hefjast nú með vorinu er áætlað að 200 til 250 manns hafi atvinnu af veiðum og vinnslu á langreyði og hrefnuveiðar og -vinnsla þurfa á allt að 50 manns að halda. Við erum hér að tala um 300 manna atvinnusköpun og það tafarlaust. Fá dæmi eru um slíka skjóta atvinnusköpun nú þegar mest ríður á. Það munar um minna í þessu hallæri, þegar til dæmis atvinnuleysi á Vesturlandi er komið yfir 400 manns. Það er því ábyrgðarhluti af hálfu þeirra sem hafa lagst gegn hvalveiðum, enda hefur því verið mætt af fullri hörku af heimamönnum, svo sem sveitarstjórnarmönnum og verkalýðshreyfingunni. Órofa samstaða þeirra með okkur, sem staðið höfum fyrir ákvörðunum um hvalveiðar til frambúðar, er því lofsverð og þakkarverð. Fundurinn á dögunum í Bíóhöllinni á Akranesi, þar sem var fullur salur af fólki, sannaði þetta og undirstrikaði hvað þetta er mikið alvöru- og framfaramál í hugum fólks. Óvissu afléttUm nokkurra daga skeið virtist ríkja óvissa um hvort hvalveiðar gætu haldið áfram núna í sumar. Ég gaf út reglugerð um áframhaldandi hvalveiðar, bæði á hrefnu og langreyði nú í janúar. Nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, brást illa við þessari ákvörðun minni eins og flestir muna og hafði í lítt dulbúnum hótunum vegna málsins. Niðurstaða hans var hins vegar sú að staðfesta ákvörðun mína. Nokkuð sem var borðleggjandi í rauninni, enda hafði hann engin rök til annars. Þetta er mikið ánægjuefni. Nú er ljóst að hvalamálin eru í höfn. Margra ára barátta okkar margra hefur skilað þessum árangri. Augljós rökÞað þarf varla að tíunda mjög röksemdirnar sem liggja að baki þeirri ákvörðun minni að tryggja að hvalveiðar geti haldið áfram. Ég hafði tekið sams konar ákvörðun árið 2006, um það bil ári eftir að ég varð sjávarútvegsráðherra. Þá eins og nú var uppi mikill hávaði og læti og látið í veðri vaka að hún myndi valda okkur skaða. Reynslan - sem jafnan er ólygnust - leiddi annað í ljós. Nú er heldur ekkert að óttast. Hvalveiðarnar verða okkur mikill efnahagslegur búhnykkur og munu ekki skaða aðrar atvinnugreinar. Það sannar reynslan. Gleymum því heldur ekki að við höfum veitt á þriðja hundrað hvali frá árinu 2003. Það er því komin margföld reynsla af þessum veiðum. Nauðsyn þess að halda áfram hvalveiðum er núna brýnni en nokkru sinni. Það er búið að sýna fram á að hvalurinn étur óhemju magn af fiski og er í beinni samkeppni við nytjastofna okkar um fæðu. Það hefur verið reiknað út af færustu sérfræðingum að ef við stunduðum hvalveiðar væri hægt að auka þorskveiðar. Svo einfalt er það. Þarf nokkuð frekari vitnanna við. Þetta er þess vegna einn liður í því að auka veiðar hér við land á nytjastofnum eins og þorski. Það er því ekki lítið ábyrgðarmál ef menn leggjast gegn slíku. Við erum líka núna að verða vitni að atvinnuleysi af stærðargráðu sem við höfum ekki séð áratugum saman. Nú verðum við að leggjast á árarnar við að nýta þau tækifæri sem við höfum. Hvalveiðar eru sannarlega hluti af því. Þegar allt leggst samanÞegar allt leggst saman, nauðsyn þess að veiða hval, að veiðarnar eru í samræmi við lög og reglur og fyrir liggur markaður fyrir vöruna, þá er í raun ekki eftir neinu að bíða. Enda gerir Hvalur hf. og hrefnuveiðimennirnir sig nú klára til að hefja nýja vertíð nú á haustmánuðum. Því miður var ekki mikið fyrr hægt að taka ákvörðun um útgáfu á kvótum í þeim mæli sem gert hefur verið núna. Því olli óvissa um sölu afurða sem ekki var aflétt fyrr en í lok síðasta árs. Óvissa í stjórnmálum tafði síðan málið, uns ég tók af skarið í janúar sl. Þar var rétt að öllu staðið, eins og sést af því að núverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra treysti sér ekki til að afturkalla leyfið, þrátt fyrir að hann virtist hafa til þess löngun. Aðalmálið er þá þetta: Stefnan hefur verið mörkuð, eins og ég lagði upp með. Hvalveiðar munu hefjast og skapa fjölda nýrra starfa, auka atvinnusköpun og verða hluti af þeirri sjálfsögðu stefnu að nýta auðlindir hafsins til hagsbóta fyrir þjóðina. Höfundur er alþingismaður og fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar