Apple blæs á svartsýnisspár 23. janúar 2009 06:00 Steve Jobs, sem farinn er í veikindaleyfi fram til júníloka, sýnir hér iPhone-margmiðlunarsíma Apple. Fréttablaðið/AP Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Menn eru almennt sammála um að skipan Timothys Geithners í stöðu fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Baracks Obama og boðaðar björgunaraðgerðir hafi ýtt undir bjartsýni í röðum fjárfesta til skemmri tíma litið. Hagnaður Apple nam 1,6 milljörðum dala, jafnvirði 200 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi, sem er sá fyrsti í bókum Apple. Þetta er 30 milljónum dölum meira en árið á undan og þvert á spá Bloomberg-fréttaveitunnar um samdrátt upp á 21 prósent. Þá rufu tekjurnar tíu milljarða múrinn og hafa aldrei verið meiri í sögu fyrirtækisins. Þá nam hagnaður IBM 4,4 milljörðum dala á fjórðungnum, sem er 57 prósenta aukning milli ára. Gengi hlutabréfa í báðum fyrirtækjum rauk upp um meira en níu prósent og tóku þau önnur tæknifyrirtæki með sér í uppsveiflunni. Við það fór S&P-vísitalan upp um rúm fjögur prósent. - jab Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jákvæðar afkomutölur bandarískra tæknifyrirtækja á borð við Apple og IBM hífðu hlutabréfamarkað vestanhafs upp í fyrradag eftir skell daginn áður þegar S&P 500-hlutabréfavísitalan féll um rúm fimm prósent. Menn eru almennt sammála um að skipan Timothys Geithners í stöðu fjármálaráðherra í nýrri ríkisstjórn Baracks Obama og boðaðar björgunaraðgerðir hafi ýtt undir bjartsýni í röðum fjárfesta til skemmri tíma litið. Hagnaður Apple nam 1,6 milljörðum dala, jafnvirði 200 milljarða króna, á síðasta ársfjórðungi, sem er sá fyrsti í bókum Apple. Þetta er 30 milljónum dölum meira en árið á undan og þvert á spá Bloomberg-fréttaveitunnar um samdrátt upp á 21 prósent. Þá rufu tekjurnar tíu milljarða múrinn og hafa aldrei verið meiri í sögu fyrirtækisins. Þá nam hagnaður IBM 4,4 milljörðum dala á fjórðungnum, sem er 57 prósenta aukning milli ára. Gengi hlutabréfa í báðum fyrirtækjum rauk upp um meira en níu prósent og tóku þau önnur tæknifyrirtæki með sér í uppsveiflunni. Við það fór S&P-vísitalan upp um rúm fjögur prósent. - jab
Mest lesið Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira