Hætta að borga og bíða eftir málsókn 8. janúar 2009 06:00 Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. „Neyðarlögin heimila okkur ekki að sækja rétt okkar gagnvart skilanefnd Kaupþings. En hins vegar munum við verja þennan rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur okkar um þennan skuldajöfnuð," segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. Eftir því sem næst verður komist hyggst félagið hætta að greiða af skuldum sínum við Kaupþing og bíða þess að vera stefnt fyrir dómstóla. Kjalar og skilanefndin hafa frá falli Kaupþings deilt um gjaldeyrissamninga sem eru nú í höndum skilanefndarinnar. Kjalar skuldar bankanum jafnframt stórfé. Skuldirnar munu vera komnar til vegna ýmissa fjárfestinga en Kjalar átti tíu prósenta hlut í Kaupþingi. Þá á félagið verulega eignarhluti í Samskipum, Alfesca, Granda og fleiri félögum. Ólafur Ólafsson athafnamaður ræður öllu sem gerist í Kjalari en hann á 94 prósent hlutafjár í félaginu. Kjalar vill jafna skuldir á móti gjaldeyrissamningunum en jafnframt að þeir verði gerðir upp miðað við markaðsgengi þeirra á gjalddaga, 14. október. Þá kostaði evran 305 krónur hjá evrópska seðlabankanum og Kjalarsmenn vilja miða við það. „Enda var gjaldeyrismarkaður hér á landi þá handstýrður og óvirkur," segir Hjörleifur.Haft var eftir Kristni Hallgrímssyni, lögmanni og stjórnarmanni í Kjalari í Morgunblaðinu í gær, að krafa félagsins sé miklum mun hærri en sem nemur skuldunum. Gjaldeyrissamningarnir voru gerðir snemma í fyrra. Þá lét Kjalar 650 milljónir evra á því gengi sem þá var, og hugðist fá evrurnar aftur um miðjan október, en á sama gengi og þær voru keyptar á. Gengi krónunnar hafði þá lækkað verulega í millitíðinni og var með allra lægsta móti á meginlandi Evrópu. Kjalarsmenn telja að þeir hefðu auðveldlega getað selt útlendingum evrurnar hefðu þær verið afhentar. Skilanefndin og fulltrúar Kjalars munu hafa rætt saman alveg frá falli Kaupþings en án samkomulags. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. - ikh Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
„Neyðarlögin heimila okkur ekki að sækja rétt okkar gagnvart skilanefnd Kaupþings. En hins vegar munum við verja þennan rétt ef nefndin fellst ekki á kröfur okkar um þennan skuldajöfnuð," segir Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Kjalars. Eftir því sem næst verður komist hyggst félagið hætta að greiða af skuldum sínum við Kaupþing og bíða þess að vera stefnt fyrir dómstóla. Kjalar og skilanefndin hafa frá falli Kaupþings deilt um gjaldeyrissamninga sem eru nú í höndum skilanefndarinnar. Kjalar skuldar bankanum jafnframt stórfé. Skuldirnar munu vera komnar til vegna ýmissa fjárfestinga en Kjalar átti tíu prósenta hlut í Kaupþingi. Þá á félagið verulega eignarhluti í Samskipum, Alfesca, Granda og fleiri félögum. Ólafur Ólafsson athafnamaður ræður öllu sem gerist í Kjalari en hann á 94 prósent hlutafjár í félaginu. Kjalar vill jafna skuldir á móti gjaldeyrissamningunum en jafnframt að þeir verði gerðir upp miðað við markaðsgengi þeirra á gjalddaga, 14. október. Þá kostaði evran 305 krónur hjá evrópska seðlabankanum og Kjalarsmenn vilja miða við það. „Enda var gjaldeyrismarkaður hér á landi þá handstýrður og óvirkur," segir Hjörleifur.Haft var eftir Kristni Hallgrímssyni, lögmanni og stjórnarmanni í Kjalari í Morgunblaðinu í gær, að krafa félagsins sé miklum mun hærri en sem nemur skuldunum. Gjaldeyrissamningarnir voru gerðir snemma í fyrra. Þá lét Kjalar 650 milljónir evra á því gengi sem þá var, og hugðist fá evrurnar aftur um miðjan október, en á sama gengi og þær voru keyptar á. Gengi krónunnar hafði þá lækkað verulega í millitíðinni og var með allra lægsta móti á meginlandi Evrópu. Kjalarsmenn telja að þeir hefðu auðveldlega getað selt útlendingum evrurnar hefðu þær verið afhentar. Skilanefndin og fulltrúar Kjalars munu hafa rætt saman alveg frá falli Kaupþings en án samkomulags. Ekki náðist í Steinar Guðgeirsson, formann skilanefndar Kaupþings. - ikh
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira