Körfubolti

Tveir af fimm spá sigri hjá Helenu og félögum

Helena Sverrisdóttir spilar sinn fyrsta leik í NCAA-úrslitakeppninni á sunnudaginn.
Helena Sverrisdóttir spilar sinn fyrsta leik í NCAA-úrslitakeppninni á sunnudaginn. Mynd/AP

Tveir af fimm spámönnum heimasíðu WNBA-deildarinnar spá því að Helena Sverrisdóttir og félagar í TCU komist í gegnum fyrstu umferð NCAA-deildarinnar. Helena hefur átt frábært tímabil með TCU sem fékk boð um að taka þátt í úrslitakeppninni í ár.

TCU mætir South Dakota State í 1. umferð Raleigh-hlutans á sunnudaginn en sigurvegarinn mætir síðan sigurvegaranum úr leik Baylor og UTSA. TCU var raðað í 10. sæti Raleigh-hlutans en South Dakota State var sett í 6. sætið. Samkvæmt því eru meiri líkur á að South Dakota State vinni en TCU hefur gengið vel á móti sterkum liðum í vetur.

Það eru fimm leikmenn og þjálfarar sem spá fyrir um hvernig NCAA-úrslitakeppnin kemur til með að spilast og þau tvö sem spá Helenu og félögum áfram eru Tasha Humphrey miðherji Washington Mystics og Steven Key þjálfari Chicago Sky liðsins.

Spáfólk WNBA-heimasíðunnar:

Lindsay Whalen, Connecticut Sun

South Dakota State vinnur TCU

(UCONN verður Meistari)

Ashley Battle, New York Liberty

South Dakota State vinnur TCU

(UCONN verður Meistari)

Tasha Humphrey, Washington Mystics

TCU vinnur South Dakota en tapar svo fyrir Baylor

(UCONN verður Meistari)

Crystal Langhorne, Washington Mystics

South Dakota State vinnur TCU

(Maryland verður Meistari)

Steven Key, Chicago Sky

TCU vinnur South Dakota en tapar svo fyrir Baylor

(UCONN verður Meistari)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×