Beint lýðræði – vænlegur kostur Jón Sigurðsson skrifar 5. mars 2009 00:01 Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun