Beint lýðræði – vænlegur kostur Jón Sigurðsson skrifar 5. mars 2009 00:01 Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Margir vænta mikils af beinu lýðræði sem virkum þætti stjórnkerfisins jafnt á landsmálasviði sem í sveitarfélögum. Beint lýðræði er ekki aðeins tækifæri minnihluta á þingi eða í sveitarstjórn til að vísa máli til almennings. Beint lýðræði getur líka verið að frumkvæði almennings. Hér verður vakin athygli á nokkrum þáttum sem snerta beint lýðræði, og ekki síst miðað við reynslu Kaliforníumanna. 1) Máli er vísað til almennings, hvort sem er allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæðagreiðsla, til staðfestingar eða synjunar eftir að þing eða sveitarstjórn hefur fjallað um málið (referendum). Þekkt er að skylt sé að vísa máli til almennings, ekki síst stjórnarskrárákvæðum. En líka er víða að minnihluta eða meirihluta er heimilt að vísa máli þessa leið, og að undirskriftasöfnun meðal almennings geti knúið þetta fram. 2) Áhugamenn ganga í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð fyrir allsherjaratkvæði í sveitarfélagi eða þjóðaratkvæði (initiative). Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd samþykkja tillögutextann til að ábyrgjast að virt séu mannréttindi og aðrar grundvallarreglur. Ýmist verður samþykkt tillaga þegar að stjórnarskrárákvæði eða lögum, en líka er þekkt að þing eða sveitarstjórn sé skylt að vinna áfram úr tillögunni og afgreiða málið formlega á eftir í samræmi við dóm almennings. 3) Víða eru embættismenn kjörnir beinu kjöri. Nefna má lögreglustjóra, ríkissaksóknara, ríkisendurskoðanda, ríkisféhirði, héraðsdómara, hæstaréttardómara, fræðslustjóra, fræðslumálastjóra, umboðsmann almennings, þjóðareftirlitsmann með fjármálastofnunum, þjóðareftirlitsmann með meðferð náttúruauðlinda, sveitarstjóra, borgarstjóra, ríkisstjóra, ríkisritara (sem er nokkurs konar forsætisráðherra í fylkjum vestan hafs), skólanefndir og fleiri dæmi má nefna. Þekkt er að áður skuli lögfræðinganefnd ákvarða um kjörgengi manna, t.d. varðandi dómaraembætti. 4) Sums staðar hefur almenningur tækifæri til að losa sig við embættismann sem fólki hugnast ekki lengur þótt kjörtímabili sé ekki lokið (recall). Þá ganga áhugamenn í hús og afla undirskrifta við tillögu sem síðan er lögð undir dóm almennings. 5) Algengast er að beint lýðræði skuli ráða um stjórnarskrárákvæði. En víða á hið sama við um stjórnvaldsreglur sveitarfélaga og almenna löggjöf. Kunn eru dæmi þess að menn fái ráðrúm, þótt stutt verði, til að kalla eftir beinu lýðræði varðandi einstök ákvæði fjárhagsáætlana sveitarfélags og fjárlaga, svo og varðandi einstakar stjórnvaldsákvarðanir eða opinberar athafnir og framkvæmdir. Enda þótt beint lýðræði sé eftirsóknarvert getur það líka leitt til mistaka. Vandi við beint lýðræði er að kjósendur verða ekki krafnir skýringa, eins og við á um kjörna fulltrúa sem geta brugðist við óvæntri reynslu. Orkukerfi Kaliforníu varð gjaldþrota vegna mistaka í beinu lýðræði. Ómálefnaleg harka í sakamálum á sömu rætur þar sem ekki var gætt að afleiðingum löggjafar. Við beint lýðræði er líka hætta á óhóflegum skyndiáhrifum fjölmiðla. Beint lýðræði getur hnekkt stöðu og mikilvægi þingsins. En tilhögun getur líka verið með þeim hætti að löggjafarþing og þingræði dafni vel með sterku beinu lýðræði. Höfundur er lektor við HR.
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar