Viðskipti innlent

Veljum leiðinlegan bankastjóra

Gylfi Zoëga, sem mælir með því að seðlabankastjórar eigi að vera leiðinlegir með áhuga á hagfræði.
Gylfi Zoëga, sem mælir með því að seðlabankastjórar eigi að vera leiðinlegir með áhuga á hagfræði. Mynd/GVA

Seðlabankastjóri á að vera grár og gugginn, helst leiðinlegur og með áhuga á hagfræði. Á þessum nótum lýsti Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, fyrirmyndarbankastjóra Seðlabankans, á fundi Alþjóðamálastofnunar og Rannsóknaseturs um smáríki í Háskólanum í gær.

Bankinn ætti þannig ekki að vera ruslakista fyrir stjórnmálamenn því engin leið sé að vita hvaða hagsmuna þeir séu að gæta í ákvarðanatöku sinni. Gylfi, sem var með framsögu á þingi Alþjóðamálastofnunar rannsóknaseturs um smáríki í gær, tók það skýrt fram að hann legði það ekki í vana sinn að tala út fyrir efnið og blanda saman hagfræði og stjórnmálum. En þar sem stjórnmálamenn hafi kollsteypt efnahagslífinu hér hljóti hann að hafa heimild til þess nú.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×