Slæm staða Hafnarfjarðar 22. janúar 2009 06:00 Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. Þannig hefði verið hægt að lækka skuldir bæjarins um 7,5 milljarða króna, en þá voru langtímaskuldir um 10 milljarðar króna. Samfylkingin hikaði og bærinn tapaði. Óljóst er á þessari stundu hvort Orkuveitan geti keypt hlutinn enda virðist hún hvorki vilja það né geta og ekki mega það samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs. Tilboð Orkuveitunnar var auðvitað barns síns tíma, sett fram á hápunkti þenslunnar í þjóðfélaginu. Synd að Samfylkingin skyldi ekki hafa borið gæfu til að samþykkja það strax. Í stað þess að Hafnarfjörður hefði grætt 7,5 milljarða króna á sölunni sem hægt hefði verið að nýta í niðurgreiðslu erlendra lána á meðan krónan var enn sterk, þá var tekið 3 milljarða erlent lán. Margir muna þegar bæjarstjórinn hreykti sér af því í fjölmiðlum hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stendur nú í 6 milljörðum. Í stað þess að vera með hóflega skuldsettan bæjarsjóð nema heildarskuldir Hafnarfjarðar nú um 34 milljörðum króna. Í stað þess að vera í hvað sterkastri stöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á bæjarsjóður í vandræðum með að greiða reikninga. Mikil er fjármálasnilld meirihluta Samfylkingarinnar sem stærði sig af því að árið 2008 hafi verið mesta framkvæmdaár í sögu Hafnarfjarðarbæjar. Við sjálfstæðismenn vöruðum við þessari framkvæmdagleði á þenslutímum og nú er því miður lítið svigrúm til að fara í framkvæmdir. Bæjarstjórinn segir í sjónvarpsfréttum að allar framkvæmdir ársins 2008 hafi verið fjármagnaðar af eigin fé. Reikningar bæjarins sýna annað. Fyrsta verk meirihluta Samfylkingarinnar nú á nýju ári var að taka nýtt 400 milljóna króna lán. Það lán fæst hjá Nýja Kaupþingi og er verðtryggt með 9,8% vöxtum! Athyglisvert er að til þess að fá lánið þurfti Hafnarfjarðarbær að veðsetja tvær af fasteignum sínum. Þessi lántaka og lánakjör segja meira en mörg orð um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í dag. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Illa hefur verið haldið á fjármálum Hafnarfjarðarbæjar á undanförnum árum. Dapurlegt er að meirihlutinn í bæjarstjórn skyldi ekki haustið 2007 taka tilboði Orkuveitu Reykjavíkur í eignarhlut bæjarins í Hitaveitu Suðurnesja eins og sjálfstæðismenn lögðu til og sveitarfélög á Suðurnesjum höfðu gert. Þannig hefði verið hægt að lækka skuldir bæjarins um 7,5 milljarða króna, en þá voru langtímaskuldir um 10 milljarðar króna. Samfylkingin hikaði og bærinn tapaði. Óljóst er á þessari stundu hvort Orkuveitan geti keypt hlutinn enda virðist hún hvorki vilja það né geta og ekki mega það samkvæmt úrskurði samkeppnisráðs. Tilboð Orkuveitunnar var auðvitað barns síns tíma, sett fram á hápunkti þenslunnar í þjóðfélaginu. Synd að Samfylkingin skyldi ekki hafa borið gæfu til að samþykkja það strax. Í stað þess að Hafnarfjörður hefði grætt 7,5 milljarða króna á sölunni sem hægt hefði verið að nýta í niðurgreiðslu erlendra lána á meðan krónan var enn sterk, þá var tekið 3 milljarða erlent lán. Margir muna þegar bæjarstjórinn hreykti sér af því í fjölmiðlum hve hagstætt lánið hefði verið. Þetta lán stendur nú í 6 milljörðum. Í stað þess að vera með hóflega skuldsettan bæjarsjóð nema heildarskuldir Hafnarfjarðar nú um 34 milljörðum króna. Í stað þess að vera í hvað sterkastri stöðu sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu á bæjarsjóður í vandræðum með að greiða reikninga. Mikil er fjármálasnilld meirihluta Samfylkingarinnar sem stærði sig af því að árið 2008 hafi verið mesta framkvæmdaár í sögu Hafnarfjarðarbæjar. Við sjálfstæðismenn vöruðum við þessari framkvæmdagleði á þenslutímum og nú er því miður lítið svigrúm til að fara í framkvæmdir. Bæjarstjórinn segir í sjónvarpsfréttum að allar framkvæmdir ársins 2008 hafi verið fjármagnaðar af eigin fé. Reikningar bæjarins sýna annað. Fyrsta verk meirihluta Samfylkingarinnar nú á nýju ári var að taka nýtt 400 milljóna króna lán. Það lán fæst hjá Nýja Kaupþingi og er verðtryggt með 9,8% vöxtum! Athyglisvert er að til þess að fá lánið þurfti Hafnarfjarðarbær að veðsetja tvær af fasteignum sínum. Þessi lántaka og lánakjör segja meira en mörg orð um stöðu bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í dag. Höfundur er bæjarfulltrúi í Hafnarfirði.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar