Erlendir fjárfestar vildu fá Icelandair Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar: skrifar 20. maí 2009 08:25 Einar Sveinsson „Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa áhrifahlut í flugfélaginu," segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórnarmaður í Icelandair Group. Félögin áttu 39 prósenta hlut í Icelandair Group í tvö ár þar til í fyrradag þegar Íslandsbanki nýtti utanþáguheimild Fjármálaeftirlitsins og tók hann með veðkalli. Erlendir fjárfestar og fyrirtæki, einn frá Bandaríkjunum en hinir evrópskir, höfðu áhuga á að kaupa hlut félaganna í Icelandair Group. Því til viðbótar hafði norræna flugfélagið SAS viðrað áhuga á því ári fyrr. Áhuga hinna varð vart þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi í fyrra. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Einar og fjölskylda hans hafi verið mótfallin öllum hugmyndum um sölu á Icelandair-hlutnum út fyrir landsteina í hendur erlendra aðila. Var því afráðið að sitja af sér hremmingar í efnahagslífinu í stað þess að draga úr áhættunni og selja hlutinn. Viðræður voru þegar hafnar við Glitni (nú Íslandsbanka) um endurskipulagningu Máttar í kjölfar þeirra vandræða sem Milestone, félag bræðranna Karl og Steingríms Wernerssona, hafði ratað í. „Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum við útlönd og má segja að það sé hluti af sjálfstæði landsins," segir Einar og bætir við að viðræður hafi aldrei farið af stað. Gengi bréfa Icelandair Group stóð í 27,75 krónum á hlut í byrjun síðasta árs en var komið niður í 13,10 í lok þess. Verðmæti eignarhlutar félaga bræðranna fór úr 10,5 milljörðum króna niður í fimm milljarða í árslok. Samkvæmt yfirtökuverði Íslandsbanka, sem miðaðist við lokagengi bréfa í félaginu á föstudag, nemur heildarverðmætið 1,7 milljörðum króna. Einar segir stjórnendur félagsins ósátta við yfirtökuna. Hins vegar verði hvorki farið í mál við Íslandsbanka vegna málsins né mats krafist á yfirtökuverðinu þar sem ákvörðun bankans um yfirtöku byggðist á lánasamningi. Íslandsbanki varð umsvifamesti hluthafi Icelandair Group í kjölfar yfirtökunnar á mánudagsmorgun og situr nú á 47 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu. Sömu örlög eru sögð bíða Langflugs ehf, næststærsta hluthafa Icelandair Group sem á tæplega 24 prósenta hlut. Þar um borð eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem á tvo þriðju hluta á móti fjárfestingarfélaginu Gift. Eftir því sem næst verður komist þraut félagið örendi vegna skulda og hafði verið stýrt með óformlegum hætti úr höfuðstöðvum Landsbankans um nokkurra mánaða skeið. Ekki náðist í fyrirtækjasvið Landsbankans til að leita eftir svörum á því hvenær hluturinn yrði formlega tekinn yfir af bankanum. Þegar það verður munu bankarnir stýra sjötíu prósentum af hlutafé Icelandair Group. Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
„Nokkrir aðilar sýndu áhuga á að kaupa áhrifahlut í flugfélaginu," segir Einar Sveinsson, einn eigenda fjárfestingarfélaganna Máttar og Nausta og stjórnarmaður í Icelandair Group. Félögin áttu 39 prósenta hlut í Icelandair Group í tvö ár þar til í fyrradag þegar Íslandsbanki nýtti utanþáguheimild Fjármálaeftirlitsins og tók hann með veðkalli. Erlendir fjárfestar og fyrirtæki, einn frá Bandaríkjunum en hinir evrópskir, höfðu áhuga á að kaupa hlut félaganna í Icelandair Group. Því til viðbótar hafði norræna flugfélagið SAS viðrað áhuga á því ári fyrr. Áhuga hinna varð vart þegar halla tók undan fæti í íslensku efnahagslífi í fyrra. Markaðurinn hefur heimildir fyrir því að Einar og fjölskylda hans hafi verið mótfallin öllum hugmyndum um sölu á Icelandair-hlutnum út fyrir landsteina í hendur erlendra aðila. Var því afráðið að sitja af sér hremmingar í efnahagslífinu í stað þess að draga úr áhættunni og selja hlutinn. Viðræður voru þegar hafnar við Glitni (nú Íslandsbanka) um endurskipulagningu Máttar í kjölfar þeirra vandræða sem Milestone, félag bræðranna Karl og Steingríms Wernerssona, hafði ratað í. „Ég hafði ekki áhuga á að selja félagið útlendingum. Það gegnir mikilvægu hlutverki í samgöngum við útlönd og má segja að það sé hluti af sjálfstæði landsins," segir Einar og bætir við að viðræður hafi aldrei farið af stað. Gengi bréfa Icelandair Group stóð í 27,75 krónum á hlut í byrjun síðasta árs en var komið niður í 13,10 í lok þess. Verðmæti eignarhlutar félaga bræðranna fór úr 10,5 milljörðum króna niður í fimm milljarða í árslok. Samkvæmt yfirtökuverði Íslandsbanka, sem miðaðist við lokagengi bréfa í félaginu á föstudag, nemur heildarverðmætið 1,7 milljörðum króna. Einar segir stjórnendur félagsins ósátta við yfirtökuna. Hins vegar verði hvorki farið í mál við Íslandsbanka vegna málsins né mats krafist á yfirtökuverðinu þar sem ákvörðun bankans um yfirtöku byggðist á lánasamningi. Íslandsbanki varð umsvifamesti hluthafi Icelandair Group í kjölfar yfirtökunnar á mánudagsmorgun og situr nú á 47 prósenta hlut í flugrekstrarfélaginu. Sömu örlög eru sögð bíða Langflugs ehf, næststærsta hluthafa Icelandair Group sem á tæplega 24 prósenta hlut. Þar um borð eru Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra og seðlabankastjóri, sem á tvo þriðju hluta á móti fjárfestingarfélaginu Gift. Eftir því sem næst verður komist þraut félagið örendi vegna skulda og hafði verið stýrt með óformlegum hætti úr höfuðstöðvum Landsbankans um nokkurra mánaða skeið. Ekki náðist í fyrirtækjasvið Landsbankans til að leita eftir svörum á því hvenær hluturinn yrði formlega tekinn yfir af bankanum. Þegar það verður munu bankarnir stýra sjötíu prósentum af hlutafé Icelandair Group.
Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira