Viðskipti erlent

Ísland tryggir innistæður Norðmanna í Kaupþingi

Bjarne Borgersen formaður skilanefndar Kaupþings í Noregi segir í samtali við vegfsíðuna e24.no að allir þeir sem áttu fé inni á innlánsreikningum Kaupþings í Noregi muni fá innistæður sínar greiddar að fullu.

Samkomulag mun vera í höfn um að Ísland tryggi þessar innistæður og jafnframt munu Íslendingar endurgreiða tryggingarsjóði innistæðna í Noregi það fé sem sjóðurinn hefur þegar lagt fram.

Bankatryggingin í Noregi er að hámarki 2 milljónir norskra kr. en fram kemur í fréttinni að þeir sem áttu fé umfram það hámark muni fá sitt endurgreitt að fullu.

Aðspurður um hve miklar fjárhæðir sé að ræða segir Borgersen að hann hafi þá tölu ekki á hreinu en um tugi milljóna norskra kr. sé að ræða.

Á sínum tíma ákvað Kristin Halvorsen fjármálaráðherra Noregs að innistæðurnar í Kaupþingi yrðu greiddar út af tryggingarsjóði landsins, það er upp að 2 milljónum norskra kr. á hvern reikning.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×