Mikill munur á tekjum auðmanna Sigríður Mogensen skrifar 30. júlí 2009 18:44 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu. Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar af bankastjórum föllnu bankanna í fyrra, eða rúmar 35 milljónir á mánuði. Mikill munur var á tekjum bankastjóranna og sömu sögu er að segja af þekktum mönnum úr íslensku viðskiptalífi sem voru með á bilinu 300 þúsund til sjö milljónir á mánuði. Útreikningar fréttastofu byggja á greiddu útsvari. Um er að ræða tekjur á mánuði árið 2008. Elín Sigfúsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Landsbankans strax eftir hrun. Hún var áður yfirmaður fyrirtækjasviðs Landsbankans. Hún var með rúmar tólf milljónir á mánuði í tekjur á síðasta ári. Hinir ríkisbankastjórarnir voru með heldur lægri tekjur. Brina Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, var með 4,6 milljónir en hún starfaði hjá Glitni. Finnur Sveinbjörnsson hjá Kaupþingi, sem vann meðal annars sem ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, var með 3,6 milljónir í tekjur. Og Ásmundur, sem tók við Landsbankanum af Elínu, var með 1,6 milljón í mánaðartekjur. Gríðarlegur munur var í fyrra á tekjum bankastjóra föllnu bankanna. Hreiðar Már Sigurðsson, þáverandi forstjóri Kaupþings, var með lang hæstu tekjurnar eða rúmar 35 milljónir króna á mánuði. Sigurjón Árnason, annar bankastjóra Landsbankans, fylgdi á eftir með tæpar 23 milljónir á mánuði, en hans aðal starfsstöð var í London. Halldór Kristjánsson, sem starfaði við hlið Sigurjóns sem bankastjóri, fékk einungis tæpan þriðjung af tekjum kollega síns eða 6 og hálfa milljón á mánuði. Þá þénaði Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis um 2,4 milljónir á mánuði. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, var með tæpar 700 þúsund krónur í mánaðarlaun miðað við greitt útsvar en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um langa hríð. Mánaðartekjur Róberts Wessman voru rúmar 7 milljónir og Jón Ásgeir Jóhannesson þénaði rúmar 4 milljónir á mánuði í fyrra. Pálmi Haraldsson var einnig með rúmar 4 milljónir í mánaðartekjur. Félag hans Fons hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta. Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti maður Íslands undanfarin ár, var með rúmar 2 milljónir á mánuði en fastlega má gera ráð fyrir að hann hafi greitt mun hærri skatta í Bretlandi. Karl Wernersson, sem stýrði félaginu Milestone sem er til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara, var með eina og hálfa milljón í mánaðartekjur. Björgólfur Guðmundsson þénaði 860 þúsund. Og Hannes Smárason var með 350 þúsund, en hann er búsettur í London. Magnús Þorsteinsson var með 272 þúsund í tekjur á mánuði í fyrra. Bú Magnúsar hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og hefur hann flutt lögheimili sitt til Rússlands. Tekjur þúsund Íslendinga eru nú aðgengilegar á Vísi, lesendum að kostnaðarlausu.
Skattar og tollar Tekjur Tengdar fréttir Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Tekjur 1000 Íslendinga: Skoðaðu frítt á Vísi Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var með hæstu tekjur allra Íslendinga á síðasta ári samkvæmt álagningarskrá Ríkisskattstjóra sem lögð var fram í dag. Hreiðar Már var með rúmar 35 milljónir á mánuði í tekjur. 30. júlí 2009 17:07