Viðskipti erlent

Þrír svindlarar reyndu að selja Ritz hótelið í London

Þrír Bretar hafa verið ákærðir fyrir tilraun til fjársvika en þeir reyndu að selja áhugasömum fjárfestum hið þekkta Ritz hótel í London fyrir 200 milljónir punda eða rúmlega 40 milljarða kr.

Í frétt um málið á BBC segir að mennirnir, tveir Lundúnabúar og einn frá North Yorkshire, verða dregnir fyrir dómara í málinu þann 30. júní n.k. Mennirnir eru á aldrinum 48 til 62 ára. Ekki fylgir sögunni hverjir hinir áhugasömu kaupendur voru.

Ritz hótelið er einn sögufrægasti staður í London en það var byggt árið 1906. Núverandi eigandi þess er Barclays Brothers.

Lögreglan í North Yorkshire hefur staðfest að rannsókn á þessum fyrirhuguðu fjársvikum standi nú yfir að mennirnir þrír hafi verið ákærðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×