Nýtt félag stofnað um víðtæka ráðgjöf 1. apríl 2009 00:59 Magnús Bjarnason Capacent Glacier heitir nýtt ráðgjafarfyrirtæki með átján starfsmenn sem einbeitir sér að fjármálaráðgjöf hér innanlands og ráðgjöf á sviði sjávarútvegs og jarðvarma á erlendri grundu. Tilkynnt var um stofnun félagsins í gær, en í því er sögð koma saman margra ára reynsla starfsmanna Capacent á sviði fjármálaráðgjafar og þekking og tengsl fyrrum starfsmanna Glitnis í ráðgjöf til alþjóðlegra fyrirtækja í sjávarútvegi og jarðvarma. Félagið á svo samstarf við ráðgjafarfyrirtækin Glacier Partners í Bandaríkjunum og Pritchard Capital, sérhæft verðbréfafyrirtæki á orkusviði. Capacent Glacier er með tólf starfsmenn á Íslandi og Glacier Partners með sex starfsmenn í Bandaríkjunum. Félagið er sagt að helmingi í eigu Capacent og að helmingi í eigu stjórnenda, en fyrir því fer framkvæmdastjórinn Magnús Bjarnason, sem áður bar ábyrgð á starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku og sjávarútvegs. Sigurður Harðarson, sem veitt hefur fjármálaráðgjöf Capacent forstöðu, er framkvæmdastjóri rekstrar Capacent Glacier. Jón Garðar Guðmundsson ber ábyrgð á sjávarútvegsmálum og Sigurður Valgeir Guðjónsson leiðir fyrirtækjaráðgjöf félagsins. Hjá Glacier Partners í Bandaríkjunum starfa meðal annars „Timothy Spanos, sem hefur 20 ára reynslu frá Bank of America, Sigurður Jón Björnsson, sem tók þátt í uppbyggingu Framtaks fjárfestingabanka og Ignacio Kleiman, sem stafað hefur fyrir Rabo Bank, Deutche Bank og JP Morgan". Haft er eftir Þór Elliðasyni að með samstarfi Capacent Glacier og ráðgjafareininga Capacent á Íslandi og á Norðurlöndunum verði til grundvöllur fyrir nýja þjónustu við viðskiptavini, svokallaða „one stop shop" þjónustu. Hingað til segir hann ekkert fyrirtæki hafa getað boðið í einu upp á á þjónustu á sviði fjárhagslegar endurskipulagningar, fjármögnunar, ráðninga, markaðsrannsókna, stefnumótunar og stjórnunarráðgjafar. - óká Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira
Capacent Glacier heitir nýtt ráðgjafarfyrirtæki með átján starfsmenn sem einbeitir sér að fjármálaráðgjöf hér innanlands og ráðgjöf á sviði sjávarútvegs og jarðvarma á erlendri grundu. Tilkynnt var um stofnun félagsins í gær, en í því er sögð koma saman margra ára reynsla starfsmanna Capacent á sviði fjármálaráðgjafar og þekking og tengsl fyrrum starfsmanna Glitnis í ráðgjöf til alþjóðlegra fyrirtækja í sjávarútvegi og jarðvarma. Félagið á svo samstarf við ráðgjafarfyrirtækin Glacier Partners í Bandaríkjunum og Pritchard Capital, sérhæft verðbréfafyrirtæki á orkusviði. Capacent Glacier er með tólf starfsmenn á Íslandi og Glacier Partners með sex starfsmenn í Bandaríkjunum. Félagið er sagt að helmingi í eigu Capacent og að helmingi í eigu stjórnenda, en fyrir því fer framkvæmdastjórinn Magnús Bjarnason, sem áður bar ábyrgð á starfsemi Glitnis á sviði endurnýjanlegrar orku og sjávarútvegs. Sigurður Harðarson, sem veitt hefur fjármálaráðgjöf Capacent forstöðu, er framkvæmdastjóri rekstrar Capacent Glacier. Jón Garðar Guðmundsson ber ábyrgð á sjávarútvegsmálum og Sigurður Valgeir Guðjónsson leiðir fyrirtækjaráðgjöf félagsins. Hjá Glacier Partners í Bandaríkjunum starfa meðal annars „Timothy Spanos, sem hefur 20 ára reynslu frá Bank of America, Sigurður Jón Björnsson, sem tók þátt í uppbyggingu Framtaks fjárfestingabanka og Ignacio Kleiman, sem stafað hefur fyrir Rabo Bank, Deutche Bank og JP Morgan". Haft er eftir Þór Elliðasyni að með samstarfi Capacent Glacier og ráðgjafareininga Capacent á Íslandi og á Norðurlöndunum verði til grundvöllur fyrir nýja þjónustu við viðskiptavini, svokallaða „one stop shop" þjónustu. Hingað til segir hann ekkert fyrirtæki hafa getað boðið í einu upp á á þjónustu á sviði fjárhagslegar endurskipulagningar, fjármögnunar, ráðninga, markaðsrannsókna, stefnumótunar og stjórnunarráðgjafar. - óká
Markaðir Mest lesið „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Viðskipti innlent Þorbirna og Ævar til Pálsson Viðskipti innlent Tuttugu manns sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Fleiri fréttir „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Sjá meira