Ísland ekki lengur land heldur sjóður 4. mars 2009 00:01 Einn af þekktustu viðskiptarithöfundum Bandaríkjanna segir íslenska karla hafa stýrt uppbyggingu fjármálageirans af fífldirfsku og vankunnáttu. Mynd/Valli Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og hruninu í fyrrahaust, og birtist í aprílhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair undir heitinu Wall Street í freðmýrinni (e. Wall Street on the Tundra). Höfundurinn Michael Lewis lýsir hruni íslenska efnahagslífsins á gamansaman en gagnrýninn hátt og ræðir við fjölda Íslendinga og erlenda aðila um málið. Þar á meðal er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem undrast hvernig vel menntuð þjóð gat ratað í þær þrengingar sem hún sitji nú í. Hann segir Ísland ekki lengur land, heldur vogunarsjóð, sem hafi stundað afar áhættusama fjármálastarfsemi byggða á aðgengi að ódýru lánsfé. Þjóðin hafi síðan lokað á alla þá sem gagnrýndu uppganginn. Lewis segir menn ekki hafa velt vöngum lengi yfir fjárfestingu sinni og bendir á yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander sem hófst árið 2003. Svipuðu máli hafi gegnt um kaup FL Group á stórum hlut í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR. Þar hafi menn síðan reynt að kenna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að reka flugfélag. Helsta niðurstaða Lewis er sú að karlar hafi stýrt landinu í þrot og slegið á hendur kvenna sem vildu draga úr áhættunni. Nú sé þeirra tími runninn upp. jonab@markadurinn.is Markaðir Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Ísland er gjaldþrota land, krónan búin að vera, skuldir margföld landsframleiðsla og fólk hamstrar mat og peninga samtímis því sem það sprengir upp Range Rover-jeppana sína til að ná peningum út úr tryggingafélögum. Þetta eru inngangsorð úttektar á uppsveiflunni hér og hruninu í fyrrahaust, og birtist í aprílhefti bandaríska tímaritsins Vanity Fair undir heitinu Wall Street í freðmýrinni (e. Wall Street on the Tundra). Höfundurinn Michael Lewis lýsir hruni íslenska efnahagslífsins á gamansaman en gagnrýninn hátt og ræðir við fjölda Íslendinga og erlenda aðila um málið. Þar á meðal er starfsmaður Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem undrast hvernig vel menntuð þjóð gat ratað í þær þrengingar sem hún sitji nú í. Hann segir Ísland ekki lengur land, heldur vogunarsjóð, sem hafi stundað afar áhættusama fjármálastarfsemi byggða á aðgengi að ódýru lánsfé. Þjóðin hafi síðan lokað á alla þá sem gagnrýndu uppganginn. Lewis segir menn ekki hafa velt vöngum lengi yfir fjárfestingu sinni og bendir á yfirtöku Kaupþings á Singer & Friedlander sem hófst árið 2003. Svipuðu máli hafi gegnt um kaup FL Group á stórum hlut í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR. Þar hafi menn síðan reynt að kenna Bandaríkjamönnum hvernig eigi að reka flugfélag. Helsta niðurstaða Lewis er sú að karlar hafi stýrt landinu í þrot og slegið á hendur kvenna sem vildu draga úr áhættunni. Nú sé þeirra tími runninn upp. jonab@markadurinn.is
Markaðir Viðskipti Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira