Viðskipti erlent

Danski seðlabankinn lækkaði stýrivexti í 3%

Danski seðlabankinn (Nationalbanken) tók aðeins dýpra í árinni en evrópski seðlabankinn og lækkaði stýrivexti sína um 0,75 prósentustig niður í 3%. Minnkaði þar með munurinn á vöxtum þessara banka eins og sérfræðingar höfðu raunar gert ráð fyrir.

Í umfjöllun um málið í Jyllands-Posten segir að breytilegir vextir á húsnæðislánum í Danmörku hafi að undanförnu lækkað töluvert þar sem menn áttu von á þessari lækkun hjá Nationalbanken. Er vextirnir nú komnir niður í 3,8% á algengum húsnæðislánum í landinu (flexlån).

Reiknað er með frekari lækkun á stýrivöxtum í Danmörku á næstu mánuðum svo að þeir nálgist enn meir vextina á evrusvæðinu eins og stjórn Nationalbanken stefnir að.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×