Traustir Færeyingar bjóða tryggingar Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2009 00:01 Vilja opin samskipti. Edvard Heen, framkvæmdastjóri færeyska tryggingafélagsins Føroyar, segir að félagið stefni að því að hefja starfsemi á íslenskum markaði fyrir árslok. Félagið vilji hafa opin og heiðarleg samskipti á íslenskum markaði og tilkynni því fyrirætlanir sínar nú. Mynd/Anton Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri Føroyar, segir að almenningur á Íslandi leiti nú eftir viðskiptum við fyrirtæki sem þeir geti treyst. TF vilji koma opið og heiðarlega fram og upplýsa Íslendinga um áhuga sinn og fyrirætlanir. Þetta sé félag sem hægt sé að treysta auk þess sem það geti boðið samkeppnishæft verð. Tryggingaverð sé heldur lægra í Færeyjum en á Íslandi. Heen segir að til greina komi að kaupa sig inn í tryggingafélag hér og það geti gengið hratt fyrir sig, eða hægt. Hugsanlega skýrist þetta eftir mánuð. Markmiðið sé hins vegar að hefja starfsemi innan árs. TF hafi lengi haft áhuga á því að færa út kvíarnar erlendis og unnið að því nú í tvö ár að koma inn á íslenskan markað. Það hafi því ekki verið spurning um hvort heldur hvenær félagið myndi koma hingað. „Við erum ekki hér vegna kreppunnar eða til að koma á brunaútsölu heldur vegna langtímamarkmiða. Við teljum að rekstrarumhverfið hér sé svipað því sem við höfum í Færeyjum," segir hann. Að baki TF stendur sterkt félag, að sögn Heen, þar sem hinn almenni tryggingataki í Færeyjum á um leið í félaginu, svipað og í Samvinnutryggingum hér áður fyrr. Heen segir að félagið standi fjárhagslega sterkt og vilji setja verulegt fjármagn í að kaupa sig inn á íslenska markaðinn. Hann segir að auðvitað séu einhver takmörk á því hvað félagið setji mikla peninga í þetta en horfa verði á það í samhengi. „Við getum verið að tala um verulega margar milljónir í dönskum krónum," segir hann og telur eðlilegt að TF kanni samstarf við íslenska banka um að koma inn í íslenskt tryggingafélag. Félagið hafi þegar hitt Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og hann hafi boðið Færeyinga velkomna. Þá hafi félagið átt í viðræðum við íslenska banka. „Við erum ekki hér til að vera gráðug. Við erum með fé og erum tilbúin til að fjárfesta því að við teljum að Íslendingar verði fljótir að rífa sig upp úr kreppunni. Húsin verða hér áfram, bílarnir og skipin. Okkar markmið er að verða hluti af íslensku samfélagi," segir Heen. Markaðir Viðskipti Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri Føroyar, segir að almenningur á Íslandi leiti nú eftir viðskiptum við fyrirtæki sem þeir geti treyst. TF vilji koma opið og heiðarlega fram og upplýsa Íslendinga um áhuga sinn og fyrirætlanir. Þetta sé félag sem hægt sé að treysta auk þess sem það geti boðið samkeppnishæft verð. Tryggingaverð sé heldur lægra í Færeyjum en á Íslandi. Heen segir að til greina komi að kaupa sig inn í tryggingafélag hér og það geti gengið hratt fyrir sig, eða hægt. Hugsanlega skýrist þetta eftir mánuð. Markmiðið sé hins vegar að hefja starfsemi innan árs. TF hafi lengi haft áhuga á því að færa út kvíarnar erlendis og unnið að því nú í tvö ár að koma inn á íslenskan markað. Það hafi því ekki verið spurning um hvort heldur hvenær félagið myndi koma hingað. „Við erum ekki hér vegna kreppunnar eða til að koma á brunaútsölu heldur vegna langtímamarkmiða. Við teljum að rekstrarumhverfið hér sé svipað því sem við höfum í Færeyjum," segir hann. Að baki TF stendur sterkt félag, að sögn Heen, þar sem hinn almenni tryggingataki í Færeyjum á um leið í félaginu, svipað og í Samvinnutryggingum hér áður fyrr. Heen segir að félagið standi fjárhagslega sterkt og vilji setja verulegt fjármagn í að kaupa sig inn á íslenska markaðinn. Hann segir að auðvitað séu einhver takmörk á því hvað félagið setji mikla peninga í þetta en horfa verði á það í samhengi. „Við getum verið að tala um verulega margar milljónir í dönskum krónum," segir hann og telur eðlilegt að TF kanni samstarf við íslenska banka um að koma inn í íslenskt tryggingafélag. Félagið hafi þegar hitt Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og hann hafi boðið Færeyinga velkomna. Þá hafi félagið átt í viðræðum við íslenska banka. „Við erum ekki hér til að vera gráðug. Við erum með fé og erum tilbúin til að fjárfesta því að við teljum að Íslendingar verði fljótir að rífa sig upp úr kreppunni. Húsin verða hér áfram, bílarnir og skipin. Okkar markmið er að verða hluti af íslensku samfélagi," segir Heen.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira