Traustir Færeyingar bjóða tryggingar Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 11. mars 2009 00:01 Vilja opin samskipti. Edvard Heen, framkvæmdastjóri færeyska tryggingafélagsins Føroyar, segir að félagið stefni að því að hefja starfsemi á íslenskum markaði fyrir árslok. Félagið vilji hafa opin og heiðarleg samskipti á íslenskum markaði og tilkynni því fyrirætlanir sínar nú. Mynd/Anton Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri Føroyar, segir að almenningur á Íslandi leiti nú eftir viðskiptum við fyrirtæki sem þeir geti treyst. TF vilji koma opið og heiðarlega fram og upplýsa Íslendinga um áhuga sinn og fyrirætlanir. Þetta sé félag sem hægt sé að treysta auk þess sem það geti boðið samkeppnishæft verð. Tryggingaverð sé heldur lægra í Færeyjum en á Íslandi. Heen segir að til greina komi að kaupa sig inn í tryggingafélag hér og það geti gengið hratt fyrir sig, eða hægt. Hugsanlega skýrist þetta eftir mánuð. Markmiðið sé hins vegar að hefja starfsemi innan árs. TF hafi lengi haft áhuga á því að færa út kvíarnar erlendis og unnið að því nú í tvö ár að koma inn á íslenskan markað. Það hafi því ekki verið spurning um hvort heldur hvenær félagið myndi koma hingað. „Við erum ekki hér vegna kreppunnar eða til að koma á brunaútsölu heldur vegna langtímamarkmiða. Við teljum að rekstrarumhverfið hér sé svipað því sem við höfum í Færeyjum," segir hann. Að baki TF stendur sterkt félag, að sögn Heen, þar sem hinn almenni tryggingataki í Færeyjum á um leið í félaginu, svipað og í Samvinnutryggingum hér áður fyrr. Heen segir að félagið standi fjárhagslega sterkt og vilji setja verulegt fjármagn í að kaupa sig inn á íslenska markaðinn. Hann segir að auðvitað séu einhver takmörk á því hvað félagið setji mikla peninga í þetta en horfa verði á það í samhengi. „Við getum verið að tala um verulega margar milljónir í dönskum krónum," segir hann og telur eðlilegt að TF kanni samstarf við íslenska banka um að koma inn í íslenskt tryggingafélag. Félagið hafi þegar hitt Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og hann hafi boðið Færeyinga velkomna. Þá hafi félagið átt í viðræðum við íslenska banka. „Við erum ekki hér til að vera gráðug. Við erum með fé og erum tilbúin til að fjárfesta því að við teljum að Íslendingar verði fljótir að rífa sig upp úr kreppunni. Húsin verða hér áfram, bílarnir og skipin. Okkar markmið er að verða hluti af íslensku samfélagi," segir Heen. Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Færeyska tryggingafélagið Føroyar, TF, ætlar að hefja starfsemi á íslenskum tryggingamarkaði fyrir lok þessa árs. Félagið hefur einkum áhuga á því að kaupa íslenskt tryggingafélag og hefur átt viðræður við VÍS, TM og Sjóvá í því skyni. Einnig kemur til greina að opna hér útibú, stofna nýtt tryggingafélag eða hefja beina sölu á tryggingum. Félagið kynnti þessi áform sín í gær. Edvard Heen, framkvæmdastjóri Føroyar, segir að almenningur á Íslandi leiti nú eftir viðskiptum við fyrirtæki sem þeir geti treyst. TF vilji koma opið og heiðarlega fram og upplýsa Íslendinga um áhuga sinn og fyrirætlanir. Þetta sé félag sem hægt sé að treysta auk þess sem það geti boðið samkeppnishæft verð. Tryggingaverð sé heldur lægra í Færeyjum en á Íslandi. Heen segir að til greina komi að kaupa sig inn í tryggingafélag hér og það geti gengið hratt fyrir sig, eða hægt. Hugsanlega skýrist þetta eftir mánuð. Markmiðið sé hins vegar að hefja starfsemi innan árs. TF hafi lengi haft áhuga á því að færa út kvíarnar erlendis og unnið að því nú í tvö ár að koma inn á íslenskan markað. Það hafi því ekki verið spurning um hvort heldur hvenær félagið myndi koma hingað. „Við erum ekki hér vegna kreppunnar eða til að koma á brunaútsölu heldur vegna langtímamarkmiða. Við teljum að rekstrarumhverfið hér sé svipað því sem við höfum í Færeyjum," segir hann. Að baki TF stendur sterkt félag, að sögn Heen, þar sem hinn almenni tryggingataki í Færeyjum á um leið í félaginu, svipað og í Samvinnutryggingum hér áður fyrr. Heen segir að félagið standi fjárhagslega sterkt og vilji setja verulegt fjármagn í að kaupa sig inn á íslenska markaðinn. Hann segir að auðvitað séu einhver takmörk á því hvað félagið setji mikla peninga í þetta en horfa verði á það í samhengi. „Við getum verið að tala um verulega margar milljónir í dönskum krónum," segir hann og telur eðlilegt að TF kanni samstarf við íslenska banka um að koma inn í íslenskt tryggingafélag. Félagið hafi þegar hitt Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra og hann hafi boðið Færeyinga velkomna. Þá hafi félagið átt í viðræðum við íslenska banka. „Við erum ekki hér til að vera gráðug. Við erum með fé og erum tilbúin til að fjárfesta því að við teljum að Íslendingar verði fljótir að rífa sig upp úr kreppunni. Húsin verða hér áfram, bílarnir og skipin. Okkar markmið er að verða hluti af íslensku samfélagi," segir Heen.
Markaðir Viðskipti Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira