Vaxandi óþol gagnvart varkárni Seðlabankans 8. apríl 2009 04:00 Frá síðustu vaxtaákvörðun „Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká Markaðir Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
„Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká
Markaðir Mest lesið Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira