VISA-bikar karla í kvöld - Fyrsti leikur Atla með Val Ómar Þorgeirsson skrifar 6. júlí 2009 12:00 Atli Sveinn Þórarinsson. Mynd/Vilhelm Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15 Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira
Atli Eðvaldsson stýrir Valsmönnum í sínum fyrsta leik með Hlíðarendaliðið gegn KA í VISA-bikarnum í kvöld. Valsmenn þurfa að rífa sig upp eftir neyðarlegt 0-5 tap gegn FH í Pepsi-deildinni og fróðlegt verður að sjá hvernig til tekst gegn Norðanmönnum sem eru taplausir í 1. deildinni í sumar. Atli Sveinn Þórarinsson, varnarmaður Vals og fyrrum leikmaður KA, er spenntur fyrir leiknum í kvöld. „Það er búin ein æfing með nýjum þjálfara og ég held að það séu allir tilbúnir að sanna sig fyrir honum í kvöld. Við vorum svekktir með síðasta leik okkar í deildinni gegn FH og ætluðum að vinna hann eða alla vega gera þeim lífið leitt og það var eins langt frá því að takast og hugsast getur. Þetta var bara flenging eins og hún gerist verst. Við vitum vel að við höfum ekki efni á að mæta eins í leikinn í kvöld. KA-menn eru taplausir í sumar en ég hef reyndar ekki séð nýja framherjann hjá þeim en það er nú bara þannig að munurinn á milli efstu deildar og neðri deilda er miklu minni en margir halda. Það sást bara í leikjunum í gær þar sem bæði Breiðablik og Keflavík lentu í vandræðum. Við munum pottþétt ekki verða neitt vanmat í kvöld. Við munum ekki horfa á neinar tölur og verðum bara sáttir með að komast áfram í keppninni. Eins og staðan er í dag þá er þetta eini raunhæfi möguleiki okkar á titli," segir Atli Sveinn. Á Garðsvelli taka heimamenn í Víði á móti VISA-bikarmeisturum KR. Reikna má með því að róðurinn verði erfiður fyrir Víðismenn sem hafa átt erfitt uppdráttar í sumar og eru enn án sigurs í 2. deildinni eftir níu umferðir. Þá tekur 1. deildarlið HK á móti 2. deildarliði Reynis frá Sandgerði en gestirnir eru á toppi 2. deildar og hafa unnið átta af níu leikjum sínum í deildinni í sumar. Leikur Vals og KA hefst kl. 18 en hinir leikirnir tveir kl. 19.15.Leikir kvöldsins: Valur-KA á Vodafonevellinum kl. 18 Víðir-KR á Garðsvelli kl. 19.15 HK-Reynir Sandgerði á Kópavogsvelli kl. 19.15
Íslenski boltinn Mest lesið „Ég er að fara aftur til Svíþjóðar“ Handbolti Náðu loksins Ólympíufaranum á lista FBI yfir hættulegustu glæpamennina Sport Össur gagnrýndi fýlulegar og miskunnarlausar spurningar Loga Handbolti Skýrsla Vals: Ekki aftur Handbolti Klikaði á Panenka-vítaspyrnu og meiddi sig við það Fótbolti Svíar voru fljótir að snúa við blaðinu í seinni hálfleik Handbolti Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Íslenski boltinn Líkur Íslands á verðlaunum hafa snaraukist Handbolti Botna ekkert í Snorra: „Við erum teknir í bólinu“ Handbolti Breska lögreglan gagnrýnir brandara forseta FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Sjá meira