Horfa á til verðmætis en ekki markaðsverðs 20. maí 2009 08:25 Hermann Guðmundsson Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira
Þegar hlutabréfamarkaður er dauður er verðmyndun á markaði ekki virk og skráð verðmæti hlutabréfa einskis virði sem viðmið,“ segir Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri BNT, móðurfélags N1. Fjárfestingarfélagið Naust er að stórum hluta í eigu BNT, en Íslandsbanki hefur leyst til sín eign Nausts og fleiri félaga í Icelandair Group. Hermann gagnrýnir yfirtökuverðið og segir það of lágt. „Frekar þarf að horfa á verðmæti félaganna sem eru í rekstri og eigið fé þeirra.“ Hann segist þó ekki telja bankann fara fram í mótsögn við gerða samninga í upptöku á bréfum Icelandair, enda miði veðkallið við skráð verð hlutabréfa og hækkun erlendra lána. „Um það eru klásúlur í lánasamningum. Hins vegar, þegar gengið er til loka í svona máli og bankinn leysir eignina til sín, er að mínu mati óeðlilegt að bankinn geri það langt undir mati á sannanlegu virði. Hjá einhverjum getur þetta skipt sköpum um hvort innistæða sé fyrir veðkalli eða ekki.“ Hermann segir jafnframt umhugsunarefni hvort bankarnir eigi að ganga hart fram um þessar mundir í að leysa til sín eignir. „Það hlýtur að þurfa að horfa til þess að krónan er í sinni lægstu stöðu og hlutabréfamarkaður líka. Og þá nota bankarnir tækifærið og ganga á veð. Halda má því fram að það sé eðlilegt og sanngjarnt, en minn punktur hefur verið sá að bankarnir hrundu yfir atvinnulífið, en ekki öfugt. Menn ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr í að hreinsa út fjárfesta og hluthafa í íslensku atvinnulífi. Ekkert liggur á. Rekstur félaganna batnar hvorki né breytist“ Hermann kveðst þó vita að einhvers staðar þurfi bankarnir að byrja á þeim uppgjörsmálum sem bíði, öðru vísi minnki ekki verkefnabunkinn. „En út frá hagsmunum atvinnulífsins lá ekkert á, þótt vera kunni að bankinn hafi annarra hagsmuna að gæta.“ Kristján Jóhannsson, lektor í fjármálafræðum við Háskóla Íslands, segir að séu menn ekki ánægðir með yfirtökuverð fyrirtækja og telji það ekki endurspegla rétt verð sé lagalegur réttur þeirra að fara í mál og krefjast mats. „Og það er alvanalegt. Til dæmis þegar félög hafa verið tekin af markaði. Og fræðin leggja fram ákveðnar aðferðir við matið ef menn eru ósáttir,“ segir hann. Almennt segir Kristján hins vegar litið svo á að verð sem fáist á markaði sé „réttasta“ verð. „Það er það verð sem einhver er til í að kaupa og selja á. Hins vegar hefur markaðurinn hér verið þannig að viðskipti hafa verið lítil með skráð félög og verðmyndun því ekki verið mjög virk. Hugsanlega eru þá lítil viðskipti á bak við það verð sem haft er til viðmiðunar og þá er rétt að skoða það betur.“- óká
Markaðir Mest lesið Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum Viðskipti innlent Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Viðskipti erlent „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Viðskipti innlent Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Sjá meira