Bank of America fyrir dóm vegna bónusgreiðslna 22. september 2009 10:24 Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Bank of America bjargaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í miðri fjármálakreppunni í janúar s.l. eftir að hafa gefið út yfirlýsingar um að engir bónusar yrðu greiddir án samþykkis hluthafa. Síðan heimilaði stjórn Bank of America 5,8 milljarða dollara eða 713 milljarða kr. í bónusa til starfsmanna Merrill Lynch fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á BBC er bent á að þessar háu bónusgreiðslur séu í hróplegu ósamræmi við gengi Merrill Lynch á síðasta ári en þá tapaði bankinn 27,6 milljörðum dollara. SEC segir að það muni gera allt sem í valdi eftirlitsins stendur til að stjórn Bank of America verði dregin til ábyrgðar vegna fyrrgreindra bónusgreiðslna. Talsmaður bankans er jafnbrattur og segir að bankinn muni verjast af öllum kröftum í dómsalnum. Fyrr í sumar hafði Bank of America samþykkt að borga 33 milljón dollara í sekt fyrir að villa um fyrir hluthöfum sínum um Merrill Lynch bónusana. Alríkisdómari henti því samkomulagi út af borðinu í síðustu viku. Dómarinn, Jed Rakoff, sagði samkomulagið brot á „réttlæti og siðferði" og fyrirskipaði málsókn. Bank of America var einn þeirra banka sem bandarísk stjórnvöld komu til bjargar síðasta vetur. Bankinn er nú að reyna að losna undan þeirri aðstoð enda setur hún hömlur á hve mikið má borga bankastjórum og starfsmönnum bankans í laun og bónusa. Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Bank of America bjargaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í miðri fjármálakreppunni í janúar s.l. eftir að hafa gefið út yfirlýsingar um að engir bónusar yrðu greiddir án samþykkis hluthafa. Síðan heimilaði stjórn Bank of America 5,8 milljarða dollara eða 713 milljarða kr. í bónusa til starfsmanna Merrill Lynch fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á BBC er bent á að þessar háu bónusgreiðslur séu í hróplegu ósamræmi við gengi Merrill Lynch á síðasta ári en þá tapaði bankinn 27,6 milljörðum dollara. SEC segir að það muni gera allt sem í valdi eftirlitsins stendur til að stjórn Bank of America verði dregin til ábyrgðar vegna fyrrgreindra bónusgreiðslna. Talsmaður bankans er jafnbrattur og segir að bankinn muni verjast af öllum kröftum í dómsalnum. Fyrr í sumar hafði Bank of America samþykkt að borga 33 milljón dollara í sekt fyrir að villa um fyrir hluthöfum sínum um Merrill Lynch bónusana. Alríkisdómari henti því samkomulagi út af borðinu í síðustu viku. Dómarinn, Jed Rakoff, sagði samkomulagið brot á „réttlæti og siðferði" og fyrirskipaði málsókn. Bank of America var einn þeirra banka sem bandarísk stjórnvöld komu til bjargar síðasta vetur. Bankinn er nú að reyna að losna undan þeirri aðstoð enda setur hún hömlur á hve mikið má borga bankastjórum og starfsmönnum bankans í laun og bónusa.
Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira