Bank of America fyrir dóm vegna bónusgreiðslna 22. september 2009 10:24 Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Bank of America bjargaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í miðri fjármálakreppunni í janúar s.l. eftir að hafa gefið út yfirlýsingar um að engir bónusar yrðu greiddir án samþykkis hluthafa. Síðan heimilaði stjórn Bank of America 5,8 milljarða dollara eða 713 milljarða kr. í bónusa til starfsmanna Merrill Lynch fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á BBC er bent á að þessar háu bónusgreiðslur séu í hróplegu ósamræmi við gengi Merrill Lynch á síðasta ári en þá tapaði bankinn 27,6 milljörðum dollara. SEC segir að það muni gera allt sem í valdi eftirlitsins stendur til að stjórn Bank of America verði dregin til ábyrgðar vegna fyrrgreindra bónusgreiðslna. Talsmaður bankans er jafnbrattur og segir að bankinn muni verjast af öllum kröftum í dómsalnum. Fyrr í sumar hafði Bank of America samþykkt að borga 33 milljón dollara í sekt fyrir að villa um fyrir hluthöfum sínum um Merrill Lynch bónusana. Alríkisdómari henti því samkomulagi út af borðinu í síðustu viku. Dómarinn, Jed Rakoff, sagði samkomulagið brot á „réttlæti og siðferði" og fyrirskipaði málsókn. Bank of America var einn þeirra banka sem bandarísk stjórnvöld komu til bjargar síðasta vetur. Bankinn er nú að reyna að losna undan þeirri aðstoð enda setur hún hömlur á hve mikið má borga bankastjórum og starfsmönnum bankans í laun og bónusa. Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjármálaeftirlit Bandaríkjanna (SEC) ætlar að draga stjórn Bank of America fyrir dómstóla vegna þess að stjórnin dró fjárfesta á asnaeyrunum þegar hún lýsti því yfir að engar bónusgreiðslur yrðu greiddar til starfsmanna Merrill Lynch án samþykkis hlutafjáreigenda. Bank of America bjargaði Merrill Lynch frá gjaldþroti í miðri fjármálakreppunni í janúar s.l. eftir að hafa gefið út yfirlýsingar um að engir bónusar yrðu greiddir án samþykkis hluthafa. Síðan heimilaði stjórn Bank of America 5,8 milljarða dollara eða 713 milljarða kr. í bónusa til starfsmanna Merrill Lynch fyrir árið í fyrra. Í frétt um málið á BBC er bent á að þessar háu bónusgreiðslur séu í hróplegu ósamræmi við gengi Merrill Lynch á síðasta ári en þá tapaði bankinn 27,6 milljörðum dollara. SEC segir að það muni gera allt sem í valdi eftirlitsins stendur til að stjórn Bank of America verði dregin til ábyrgðar vegna fyrrgreindra bónusgreiðslna. Talsmaður bankans er jafnbrattur og segir að bankinn muni verjast af öllum kröftum í dómsalnum. Fyrr í sumar hafði Bank of America samþykkt að borga 33 milljón dollara í sekt fyrir að villa um fyrir hluthöfum sínum um Merrill Lynch bónusana. Alríkisdómari henti því samkomulagi út af borðinu í síðustu viku. Dómarinn, Jed Rakoff, sagði samkomulagið brot á „réttlæti og siðferði" og fyrirskipaði málsókn. Bank of America var einn þeirra banka sem bandarísk stjórnvöld komu til bjargar síðasta vetur. Bankinn er nú að reyna að losna undan þeirri aðstoð enda setur hún hömlur á hve mikið má borga bankastjórum og starfsmönnum bankans í laun og bónusa.
Mest lesið Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira