Bankana vantaði erlenda hluthafa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 28. janúar 2009 00:01 Fyrrverandi aðalhagfræðingur Danske Bank vill sjá dreift eignarhald á íslensku bönkunum. Hann hélt erindi um stöðu Íslands og erlenda fjármálamarkaði á árinu á ráðstefnu Alfa Fjárfestingaráðgjafar og Credit Suisse í gær. Markaðurinn/Vilhelm „Ég er þess fullviss að hefðu stórir erlendir bankar verið á meðal ráðandi hluthafa í íslensku bönkunum þá hefði fall þeirra ekki haft eins víðtæk og sársaukafull áhrif og raunin varð. Þeim [bönkunum] hefði aldrei verið leyft að vaxa jafn hratt með þeim hætti sem þeir gerðu. Erlendir hluthafar hefðu passað upp á það," segir Carsten Valgreen, meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Benderly Economics. Valgreen varð þekktur hér á landi sem aðalhagfræðingur Danke Bank þegar hann, ásamt öðrum, dró upp afar dökka mynd af íslensku uppsveiflunni í skýrslu bankans á vordögum 2006 og leiddi líkur að óhjákvæmilegri niðursveiflu. Fyrir vikið hlaut hann harða gagnrýni. „Við hefðum mátt gera sumt betur í skýrslunni," segir Valgreen en bendir á að í meginatriðum hafi efni hennar snúist um gríðarlega skuldsetningu bankanna í erlendri mynt og hættuna sem af því stafaði. „Þá var þegar ljóst að bönkunum hafði verið leyft að vaxa umfram getu Seðlabankans, sem gat ekki reynst lánveitandi til þrautavara," segir hann. Breskir, bandarískir og evrópskir bankar hafi mátt vaxa eins og þeir gátu en seðlabankar þar hefðu einungis sett prentvélarnar í gang og prentað þá peninga sem upp á vantaði. Slíku var ekki að skipta hér enda þurftu bankarnir á erlendri mynt að halda. „Það er með eindæmum hvernig allt kerfið brást," segir hann og hristir höfuðið. Hann bendir á að þótt miklir erfiðleikar steðji að víða um heim gegni öðru máli um Ísland enda hafi fáir horft upp á gjaldmiðil sinn verða næsta verðlausan. Valgreen segir mikilvægt að byggja upp trúverðugleika hratt á ný. Bæði þurfti að púkka upp á krónuna með öllum tiltækum ráðum til skemmri tíma enda ljóst að innleiðing evru sé óframkvæmanleg eins og sakir standa. Nauðsynlegt sé að láta hana fljóta eins fljótt og auðið er, annað sé glapræði. Hann segir raunar margt líkt með Íslandi og Lettlandi að einu atriði undanskildu. „Bankar í Lettlandi eru flestir útibú norrænna banka, svo sem þeirra sænsku, Enskilda og Swedbank. Þegar illa árar eða útibúin fara á hausinn þá finna sænsku bankarnir fyrir því, ekki þeir í Lettlandi. Þar munar um," segir Valgreen og bætir við að afleiðingar bankahrunsins hér hefðu verið mun vægari hefðu stórir erlendir bankar verið í hluthafahópi íslensku bankanna. Hefðu þeir á annað borð leyft mikinn vöxt og gríðarlega skuldsetningu bankanna hefði fallið lent að hluta á erlendu hluthöfunum. Á móti hefðu þeir getað virkað sem stuðpúðar þegar á þurfti að halda og opnað bönkunum aðgang að erlendu fjármagni. Stórir norrænir og þýskir bankar hefðu verið álitlegur kostur, að mati Valgreens. „Það má hafa þetta í huga þegar bankarnir verða einkavæddir aftur," segir Carsten Valgreen. Markaðir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
„Ég er þess fullviss að hefðu stórir erlendir bankar verið á meðal ráðandi hluthafa í íslensku bönkunum þá hefði fall þeirra ekki haft eins víðtæk og sársaukafull áhrif og raunin varð. Þeim [bönkunum] hefði aldrei verið leyft að vaxa jafn hratt með þeim hætti sem þeir gerðu. Erlendir hluthafar hefðu passað upp á það," segir Carsten Valgreen, meðeigandi ráðgjafafyrirtækisins Benderly Economics. Valgreen varð þekktur hér á landi sem aðalhagfræðingur Danke Bank þegar hann, ásamt öðrum, dró upp afar dökka mynd af íslensku uppsveiflunni í skýrslu bankans á vordögum 2006 og leiddi líkur að óhjákvæmilegri niðursveiflu. Fyrir vikið hlaut hann harða gagnrýni. „Við hefðum mátt gera sumt betur í skýrslunni," segir Valgreen en bendir á að í meginatriðum hafi efni hennar snúist um gríðarlega skuldsetningu bankanna í erlendri mynt og hættuna sem af því stafaði. „Þá var þegar ljóst að bönkunum hafði verið leyft að vaxa umfram getu Seðlabankans, sem gat ekki reynst lánveitandi til þrautavara," segir hann. Breskir, bandarískir og evrópskir bankar hafi mátt vaxa eins og þeir gátu en seðlabankar þar hefðu einungis sett prentvélarnar í gang og prentað þá peninga sem upp á vantaði. Slíku var ekki að skipta hér enda þurftu bankarnir á erlendri mynt að halda. „Það er með eindæmum hvernig allt kerfið brást," segir hann og hristir höfuðið. Hann bendir á að þótt miklir erfiðleikar steðji að víða um heim gegni öðru máli um Ísland enda hafi fáir horft upp á gjaldmiðil sinn verða næsta verðlausan. Valgreen segir mikilvægt að byggja upp trúverðugleika hratt á ný. Bæði þurfti að púkka upp á krónuna með öllum tiltækum ráðum til skemmri tíma enda ljóst að innleiðing evru sé óframkvæmanleg eins og sakir standa. Nauðsynlegt sé að láta hana fljóta eins fljótt og auðið er, annað sé glapræði. Hann segir raunar margt líkt með Íslandi og Lettlandi að einu atriði undanskildu. „Bankar í Lettlandi eru flestir útibú norrænna banka, svo sem þeirra sænsku, Enskilda og Swedbank. Þegar illa árar eða útibúin fara á hausinn þá finna sænsku bankarnir fyrir því, ekki þeir í Lettlandi. Þar munar um," segir Valgreen og bætir við að afleiðingar bankahrunsins hér hefðu verið mun vægari hefðu stórir erlendir bankar verið í hluthafahópi íslensku bankanna. Hefðu þeir á annað borð leyft mikinn vöxt og gríðarlega skuldsetningu bankanna hefði fallið lent að hluta á erlendu hluthöfunum. Á móti hefðu þeir getað virkað sem stuðpúðar þegar á þurfti að halda og opnað bönkunum aðgang að erlendu fjármagni. Stórir norrænir og þýskir bankar hefðu verið álitlegur kostur, að mati Valgreens. „Það má hafa þetta í huga þegar bankarnir verða einkavæddir aftur," segir Carsten Valgreen.
Markaðir Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira