Íslenski boltinn á morgun: 24 leikir á dagskrá 21. ágúst 2009 22:45 FH-ingar geta varið Íslandsmeistaratitil sinn á morgun. Mynd/E.Stefán Alls fara 24 leikir fram í Íslandsmótinu á Íslandi á morgun. Leikið er í öllum deildin meistaraflokkanna nema efstu deild kvenna sem hlé er á vegna EM. Við skulum líta á hvað verður að gerast. Pepsi-deild karla: FH getur orðið ÍslandsmeistariFH getur tryggt sér titilinn á morgun. Liðið á fimm leiki eftir og er ellefu stigum á undan Fylki. Til að verða meistari þarf FH að vinna Grindavík og Fylkir má ekki vinna Fjölni. Að sama skapi verður Fjölnir að vinna en ef liðið tapar gæti það lent langt á eftir öðrum liðum þar sem bæði ÍBV og Grindavík, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga eftir að leika tveimur leikjum fleiri en Fjölnir. Leikirnir á morgun: Fram-Stjarnan Valur-Breiðablik Fylkir-Fjölnir FH-Grindavík 1. deild karla: ÍA verður að vinna og HK getur komist í 2. sætiSkagamenn hreinlega verða að hysja upp um sig ef þeir ætla ekki að falla niður um tvær deildir á tveimur árum. Liðið er í slæmum málum eftir sigur Aftureldingar í gær og eiga erfiðan leik á Akureyri á morgun. ÍA er með 18 stig í 8. sæti en Afturelding er í 9. sætinu með 16 stig þegar fimm umferðir eru eftir, Afturelding á þó aðeins fjóra leiki eftir. HK tekur á móti Fjarðabyggð og þar sem Haukar töpuðu í kvöld getur liðið komist upp í 2. sætið. Víkingur frá Ólafsvík er svo gott sem fallið en það gæti verið staðfest eftir leikina á morgun. Leikirnir á morgun: HK-Fjarðabyggð KA-ÍA Víkingur Ólafsvík - Þór 2. deild karla: Spennandi barátta um sæti í 1. deild Það eru fjórir leikir í 2. deildinni á morgun. Topplið Gróttu er með 37 stig en Njarðvík getur með sigri komist í 35 stig. Reynir er með 31 stig og eiga erfiðan útileik á Króknum. Leikirnir á morgun: Víðir-BÍ/Bolungarvík Tindastóll-Reynir Sandgerði Höttur-KS/Leiftur Magni-Njarðvík 3. deild karla: Lokaumferðin um helgina Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum. Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram. Í A-riðli hefur Ýmir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan um hitt sætið stendur á milli Ægis og Sindra en þau mætast einmitt í Þorlákshöfn á morgun. Í B-riðlinum er ljóst að KFS og Álftanes komast í úrslitakeppnina en þrjú félög berjast um eitt sæti í C-riðli. KV hefur þegar tryggt sér efsta sætið en svo koma þrjú félög jöfn að stigum, Hvíti Riddarinn, KFG og Berserkir en Hvíti Riddarinn og KFG mætast í Mosfellsbænum á laugardaginn. Í D-riðli eru Völsungar öruggir á toppnum en Huginn og Dalvík/Reynir heyja baráttu um annað sætið.1. deild kvenna: Úrslitakeppnin hefst á morgun Á morgun hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8-liða úrslitum. Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni. Viðureignirnar í 8-liða úrslitum eru: Völsungur - HK/Víkingur Sindri - ÍBV FH - Þróttur R. Selfoss - Haukar Síðari leikir viðureignanna fara svo fram þriðjudaginn 25. ágúst og undanúrslitin hefjast laugardaginn 29. ágúst. Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Alls fara 24 leikir fram í Íslandsmótinu á Íslandi á morgun. Leikið er í öllum deildin meistaraflokkanna nema efstu deild kvenna sem hlé er á vegna EM. Við skulum líta á hvað verður að gerast. Pepsi-deild karla: FH getur orðið ÍslandsmeistariFH getur tryggt sér titilinn á morgun. Liðið á fimm leiki eftir og er ellefu stigum á undan Fylki. Til að verða meistari þarf FH að vinna Grindavík og Fylkir má ekki vinna Fjölni. Að sama skapi verður Fjölnir að vinna en ef liðið tapar gæti það lent langt á eftir öðrum liðum þar sem bæði ÍBV og Grindavík, sem eru í sætunum fyrir ofan, eiga eftir að leika tveimur leikjum fleiri en Fjölnir. Leikirnir á morgun: Fram-Stjarnan Valur-Breiðablik Fylkir-Fjölnir FH-Grindavík 1. deild karla: ÍA verður að vinna og HK getur komist í 2. sætiSkagamenn hreinlega verða að hysja upp um sig ef þeir ætla ekki að falla niður um tvær deildir á tveimur árum. Liðið er í slæmum málum eftir sigur Aftureldingar í gær og eiga erfiðan leik á Akureyri á morgun. ÍA er með 18 stig í 8. sæti en Afturelding er í 9. sætinu með 16 stig þegar fimm umferðir eru eftir, Afturelding á þó aðeins fjóra leiki eftir. HK tekur á móti Fjarðabyggð og þar sem Haukar töpuðu í kvöld getur liðið komist upp í 2. sætið. Víkingur frá Ólafsvík er svo gott sem fallið en það gæti verið staðfest eftir leikina á morgun. Leikirnir á morgun: HK-Fjarðabyggð KA-ÍA Víkingur Ólafsvík - Þór 2. deild karla: Spennandi barátta um sæti í 1. deild Það eru fjórir leikir í 2. deildinni á morgun. Topplið Gróttu er með 37 stig en Njarðvík getur með sigri komist í 35 stig. Reynir er með 31 stig og eiga erfiðan útileik á Króknum. Leikirnir á morgun: Víðir-BÍ/Bolungarvík Tindastóll-Reynir Sandgerði Höttur-KS/Leiftur Magni-Njarðvík 3. deild karla: Lokaumferðin um helgina Um helgina fer fram lokaumferðin í 3. deild karla og er hörð barátta um sæti í úrslitakeppninni á nokkrum vígstöðvum. Átta lið komast í úrslitakeppnina en hún hefst laugardaginn 29. ágúst þegar fyrri leikirnir í 8 liða úrslitum fara fram. Í A-riðli hefur Ýmir tryggt sér sæti í úrslitakeppninni en baráttan um hitt sætið stendur á milli Ægis og Sindra en þau mætast einmitt í Þorlákshöfn á morgun. Í B-riðlinum er ljóst að KFS og Álftanes komast í úrslitakeppnina en þrjú félög berjast um eitt sæti í C-riðli. KV hefur þegar tryggt sér efsta sætið en svo koma þrjú félög jöfn að stigum, Hvíti Riddarinn, KFG og Berserkir en Hvíti Riddarinn og KFG mætast í Mosfellsbænum á laugardaginn. Í D-riðli eru Völsungar öruggir á toppnum en Huginn og Dalvík/Reynir heyja baráttu um annað sætið.1. deild kvenna: Úrslitakeppnin hefst á morgun Á morgun hefst úrslitakeppni 1. deildar kvenna með fjórum leikjum og er um að ræða fyrri viðureignir í 8-liða úrslitum. Í 1. deild kvenna var leikið í tveimur riðlum og komust fjögur efstu lið hvors riðils í úrslitakeppnina og tekur nú við útsláttarkeppni. Viðureignirnar í 8-liða úrslitum eru: Völsungur - HK/Víkingur Sindri - ÍBV FH - Þróttur R. Selfoss - Haukar Síðari leikir viðureignanna fara svo fram þriðjudaginn 25. ágúst og undanúrslitin hefjast laugardaginn 29. ágúst.
Íslenski boltinn Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Írar ætli að fylgja eftir tillögu Heimis Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira