Erlendir vilja fimmtung í Marel Food Systems 25. mars 2009 00:01 Marel Food Systems Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna. Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems, staðfesti að viðræður hefðu átt sér stað. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Eyrir Invest, stærsti hluthafinn, muni ekki selja úr eignasafni sínu náist samningar. Þetta er annað sinnið á viku sem greint er frá áhuga erlendra fjárfesta á íslensku stórfyrirtæki. Hitt er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem Eyrir á fimmtungshlut í. Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um rúm fjörutíu prósent frá áramótum og fór undir 45 krónur á hlut í gær. Í kjölfar gengishrunsins eru hlutabréfin í þessu stærsta matvælavinnsluvélafyrirtæki heims afar ódýr í evrum og Bandaríkjadölum talið. Sama máli gegnir um hlutabréf Össurar. Víst þykir að hvorki er vilji hjá Marel Food Systems né stærstu eigendum að selja hlutabréf á núverandi markaðsgengi. Hins vegar er óvíst um stöðu hluthafanna. Eyrir Invest má ekki bæta við sig þótt það vildi án þess að brjóta yfirtökureglur. Óvíst er með burði annarra hluthafa. Marel Food Systems situr ekki sjálft á fimmtungshlut eigin bréfa og mun væntanleg sala fela í sér að einhverjir hluthafar minnka við sig auk þess sem heimild stjórnar til útgáfu á nýjum hlutum verður virkjuð náist samningar. Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Óformlegar viðræður hafa átt sér stað um kaup evrópskra fjárfesta og fyrirtækja á tuttugu prósenta hlut í Marel Food Systems. Áhuginn mun vera allnokkur og hafa margir sýnt áhuga á að eignast ráðandi hlut, eða 51 prósent. Áætlað er að sala skili 40 milljónum evra hið minnsta, eða sex milljörðum króna. Árni Oddur Þórðarson, stjórnarformaður Marel Food Systems, staðfesti að viðræður hefðu átt sér stað. Hann vildi ekki tjá sig frekar um málið. Eyrir Invest, stærsti hluthafinn, muni ekki selja úr eignasafni sínu náist samningar. Þetta er annað sinnið á viku sem greint er frá áhuga erlendra fjárfesta á íslensku stórfyrirtæki. Hitt er stoðtækjafyrirtækið Össur, sem Eyrir á fimmtungshlut í. Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um rúm fjörutíu prósent frá áramótum og fór undir 45 krónur á hlut í gær. Í kjölfar gengishrunsins eru hlutabréfin í þessu stærsta matvælavinnsluvélafyrirtæki heims afar ódýr í evrum og Bandaríkjadölum talið. Sama máli gegnir um hlutabréf Össurar. Víst þykir að hvorki er vilji hjá Marel Food Systems né stærstu eigendum að selja hlutabréf á núverandi markaðsgengi. Hins vegar er óvíst um stöðu hluthafanna. Eyrir Invest má ekki bæta við sig þótt það vildi án þess að brjóta yfirtökureglur. Óvíst er með burði annarra hluthafa. Marel Food Systems situr ekki sjálft á fimmtungshlut eigin bréfa og mun væntanleg sala fela í sér að einhverjir hluthafar minnka við sig auk þess sem heimild stjórnar til útgáfu á nýjum hlutum verður virkjuð náist samningar.
Markaðir Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira