Statoil vill bora eftir olíu við Grænland 25. nóvember 2009 08:50 Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára.Í frétt um málið á vefsíðu Dagens Næringsliv segir að misheppnuð tilraun Statoil til að finna olíu undan vesturströnd Grændlands árið 2000 minnki ekki áhuga Statoil á því að reyna aftur. Tilraunaborhola á þeim tíma reyndist „þurr" en félagið eyddi hátt í 8 milljörðum kr. í það verkefni.„Við teljum að Grænland geti verið „heitur reitur"", segir Lars Troen Sörensen fjárfestatengill hjá Statoil í samtali við Dagens Næringsliv.Þeirri skoðun deilir Sörsensen með Landfræðistofnun Bandaríkjanna, U.S. Geological Survey en árið 2007 gaf stofnunin út skýrslu um að það væru 31 milljarður tunna af olíu undir ísnum við Grænland. Verðmæti þess magns hleypur á yfir 2.000 milljörðum kr.Ennfremur kom fram í skýrslunni að olían undir ísnum við austurströnd Grænlands væri álíka mikil og þriðjungur allrar olíu sem hefur fundist í Norðursjó. Ef þetta mat stofnunarinnar er rétt sitja Grænlendingar á níundu mestu olíubirgðum í heiminum. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Norska olíufélagið Statoil hefur áhuga á að bora eftir olíu við Grænland. Ætlar félagið að taka þátt í útboðum á olíuvinnslu við landið en reiknað er með að slík útboð fari í gang innan þriggja ára.Í frétt um málið á vefsíðu Dagens Næringsliv segir að misheppnuð tilraun Statoil til að finna olíu undan vesturströnd Grændlands árið 2000 minnki ekki áhuga Statoil á því að reyna aftur. Tilraunaborhola á þeim tíma reyndist „þurr" en félagið eyddi hátt í 8 milljörðum kr. í það verkefni.„Við teljum að Grænland geti verið „heitur reitur"", segir Lars Troen Sörensen fjárfestatengill hjá Statoil í samtali við Dagens Næringsliv.Þeirri skoðun deilir Sörsensen með Landfræðistofnun Bandaríkjanna, U.S. Geological Survey en árið 2007 gaf stofnunin út skýrslu um að það væru 31 milljarður tunna af olíu undir ísnum við Grænland. Verðmæti þess magns hleypur á yfir 2.000 milljörðum kr.Ennfremur kom fram í skýrslunni að olían undir ísnum við austurströnd Grænlands væri álíka mikil og þriðjungur allrar olíu sem hefur fundist í Norðursjó. Ef þetta mat stofnunarinnar er rétt sitja Grænlendingar á níundu mestu olíubirgðum í heiminum.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Birgir hættir hjá Skaga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira